Vinnsla hafin á ný í frystihúsinu á Seyðisfirði

Síldarvinnslan | 16. ágúst 2023

Vinnsla hafin á ný í frystihúsinu á Seyðisfirði

„Það er ekki alveg fullmannað hjá okkur strax og það tekur ávallt einhvern tíma að snúa öllu í gang. Við byrjum á að vinna ufsa, sem kom úr Bergi VE, og síðan þorsk, sem Gullver NS kom með. Þetta lítur allt ljómandi vel út,“ segir Róbert Ingi Tómasson, framleiðslustjóri í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, í færslu á vef útgerðarinnar.

Vinnsla hafin á ný í frystihúsinu á Seyðisfirði

Síldarvinnslan | 16. ágúst 2023

Gullver NS í höfn á Seyðisfirði. Starfsemi frystihúss Síldarvinnslunnar er …
Gullver NS í höfn á Seyðisfirði. Starfsemi frystihúss Síldarvinnslunnar er hafin á ný eftir sumarlokun. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason

„Það er ekki alveg fullmannað hjá okkur strax og það tekur ávallt einhvern tíma að snúa öllu í gang. Við byrjum á að vinna ufsa, sem kom úr Bergi VE, og síðan þorsk, sem Gullver NS kom með. Þetta lítur allt ljómandi vel út,“ segir Róbert Ingi Tómasson, framleiðslustjóri í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, í færslu á vef útgerðarinnar.

„Það er ekki alveg fullmannað hjá okkur strax og það tekur ávallt einhvern tíma að snúa öllu í gang. Við byrjum á að vinna ufsa, sem kom úr Bergi VE, og síðan þorsk, sem Gullver NS kom með. Þetta lítur allt ljómandi vel út,“ segir Róbert Ingi Tómasson, framleiðslustjóri í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, í færslu á vef útgerðarinnar.

Mánudag hófst vinnsla á ný eftir rúmlega mánaðar lokun frystihússins vegna sumarleyfa.

Gullver NS landaði 88 tonna afla á Seyðisfirði á mánudag og vr skipið um fjóra daga á veiðum. „Um helmingur aflans er þorskur en síðan er þetta, karfi, ýsa og ufsi. Það aflaðist alveg sæmilega. Við vorum að veiða á okkar hefðbundnu slóðum, á Fætinum, Hvalbakshalli, Berufjarðarál, Papagrunni og Lónsbugt. Það verður haldið á ný til veiða í kvöld,“ segir Steinþór Hálfdanarson, skipstjóri á Gullver, í færslunni.

mbl.is