Land heldur áfram að rísa við Öskjuvatn og hallinn frá miðju vatnsins heldur áfram að aukast. Þetta gefa fyrstu niðurstöður yfirborðsmælingar við vatnið til kynna. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdu vísindamönnum að Öskju og Víti til árlegra mælinga í gær.
Land heldur áfram að rísa við Öskjuvatn og hallinn frá miðju vatnsins heldur áfram að aukast. Þetta gefa fyrstu niðurstöður yfirborðsmælingar við vatnið til kynna. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdu vísindamönnum að Öskju og Víti til árlegra mælinga í gær.
Land heldur áfram að rísa við Öskjuvatn og hallinn frá miðju vatnsins heldur áfram að aukast. Þetta gefa fyrstu niðurstöður yfirborðsmælingar við vatnið til kynna. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdu vísindamönnum að Öskju og Víti til árlegra mælinga í gær.
Veðurstofu Íslands hafa borist ábendingar um yfirborðsbreytingar við vatnið og nýlega um skammlífan strók sem gæti verið merki um aukna gufuvirkni við Víti.
Vísindamenn Veðurstofunnar gáfu þó lítið fyrir þær skýringar niðri við Víti í gær og sögðu margt geta spilað inn í. Mældu þeir þar landris og halla, jarðgas og tóku sýni úr Víti. Háskóli Íslands fær sýnin til rannsóknar síðar í vikunni og kemur þá í ljós hvort samsetning jarðgasa við Víti hafi breyst.
Þensla hefur einnig mælst við fleiri eldstöðvar. Niðurstöður nýrra mælinga við Heklu sýna meiri þenslu, sem gefur í skyn að næsta gos verði öflugra en síðustu gos. Land er einnig tekið að rísa í Torfajökulsöskju.
Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir þær eldstöðvar þar sem skjálftavirkni, landriss eða aukins jarðhita hefur orðið vart.