Þessar eldstöðvar sýna merki um virkni

Katla | 17. ágúst 2023

Þessar eldstöðvar sýna merki um virkni

Veðurstofa Íslands lýsti yfir goslokum við Litla-Hrút í gær, tíu dögum eftir að virkni mældist í gígnum. Landsmenn hafa aftur á móti enn ekki fengið frið fyrir jarðhræringum.

Þessar eldstöðvar sýna merki um virkni

Katla | 17. ágúst 2023

Veðurstofa Íslands lýsti yfir goslokum við Litla-Hrút í gær, tíu dögum eftir að virkni mældist í gígnum. Landsmenn hafa aftur á móti enn ekki fengið frið fyrir jarðhræringum.

Veðurstofa Íslands lýsti yfir goslokum við Litla-Hrút í gær, tíu dögum eftir að virkni mældist í gígnum. Landsmenn hafa aftur á móti enn ekki fengið frið fyrir jarðhræringum.

Landris mælist við Öskju, Torfajökul, Grímsvötn og Bárðarbungu. Jörð hefur skolfið við Skjaldbreið, Kötlu, Hofsjökul og Eldey síðustu misseri og enn þenst Hekla út og býr sig hægt og rólega undir næsta gos.

Smella má á kortið hér að ofan til að stækka það og sjá þær eldstöðvar sem látið hafa á sér bæra að undanförnu.

Torfajökulsaskjan virk eldstöð

Veðurstofan tilkynnti í gær að landris hefði mælst í Torfajökulsöskju. Land hefur risið um fjóra sentimetra á svæðinu á tveimur mánuðum og kvika virðist vera að safnast fyrir og valda þenslu í eldstöðinni. „Eldstöðin er að minna á sig og segir: Ég er virk eldstöð og ég get farið að gjósa þegar mér dettur í hug,“ sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur við mbl.is í gær.

Óvissustig er í gildi við Öskju en landris þar frá árinu 2021 nemur um 70 sentimetrum. Á fundi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær var ekki talin þörf á frekari aðgerðum eða aðgangsstýringum að svo stöddu. Landris hefur einnig mælst við Bárðarbungu en engar sterkar vísbendingar eru um gosundirbúning.

Hekla að þenjast út

Á vikulegum fundi Jarðvísindastofnunar í gær voru nýjar jarðhallamælingar á Heklu kynntar sem sýndu fram á að fjallið væri enn að þenjast út.

Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur stýrði fundinum en hann segir við Morgunblaðið að þenslan gefi í skyn að næsta gos verði öflugra en síðustu gos. Segir Halldór að Hekla hafi verið að þenjast út frá seinasta gosi árið 2000.

Eldstöðin hafi á öldum áður gosið á 50-100 ára fresti en eftir að stórt gos varð í Heklu árið 1947 hafi hún farið í „óvenjulegan ham“ og gosið oftar. Bætir hann við að Heklugos hafi yfirleitt stuttan fyrirvara.

mbl.is