Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá Sálarlíf sálfræðistofu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún bréfi frá móður sem hefur áhyggjur af skapi sonar síns.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá Sálarlíf sálfræðistofu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún bréfi frá móður sem hefur áhyggjur af skapi sonar síns.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá Sálarlíf sálfræðistofu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún bréfi frá móður sem hefur áhyggjur af skapi sonar síns.
Sæl
Strákurinn minn sem er 8 ára er með mikið skap og hefur verið að glíma við reiðivanda, heima, í skólanum og á fótboltaæfingu. Ertu með einhver ráð fyrir okkur núna áður en rútínan fer aftur af stað?
Kveðja,
buguð móðir
Sæl.
Takk fyrir þessa spurningu.
Fyrst og fremst er mikilvægt að foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að barni sem missir oft stjórn á skapi sínu stjórni sínum eigin tilfinningum, samhliða tilfinningum barnsins. Sumir geta upplifað reiði eða gremju. En mikilvægt er að reyna að halda ró sinni og hvorki gera né segja neitt sem kann að auka á reiði barnsins eða verða til þess að auka vandann. Mikilvægt er að bregðast við barninu á þann hátt að það virki róandi á það.
Ég mæli með því að skrá niður í hvaða aðstæðum reiðiköstin koma fram og hver viðbrögð þín og annarra eru við þeim. En það hjálpar þér að skoða mynstrið í reiðiviðbrögðum barnsins. Með því er hægt að undirbúa viðbrögð, draga úr og/eða koma í veg fyrir reiðiköstin og bera kennsl á kveikjur óæskilegrar hegðunar. Þegar þú veist hvenær líklegt er að barnið reiðist, þá getur þú rætt við barnið áður en það fer af stað í verkefnið/aðstæðurnar eða gert aðrar ráðstafanir.
Gott er að hafa eftirfarandi í huga þegar horft er til óæskilegrar hegðunar:
Skráningarformið gæti e.t.v. litið svona út:
Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til þess að þjálfa barn í reiðistjórnun fyrir foreldra og aðra fullorðna sem koma að barninu á einn eða annan hátt.
Hér koma ýmis ráð fyrir strákinn þinn til þess að ná stjórn á reiðinni:
Í staðinn fyrir að bregðast strax við því sem reitir þig til reiði, er betra að þú reynir að ná stjórn á tilfinningum þínum. Það getur þú gert í fjórum þrepum:
Æfðu þig í að nota þessar aðferðir til þess að ná stjórn á aðstæðum. Segðu oft við sjálfa/þig: Þegar þú ert róleg/ur:
Þegar þú lendir í árekstrum:
Eftir að þú lendir í árekstrum:
Ef þér hefur ekki tekist að hafa stjórn á aðstæðum skaltu segja við sjálfan þig að næst muni þér ganga betur. Þú getur hugsað um atburðarásina og ímyndað þér hvernig þú hegðir geta brugðist við á jákvæðan hátt.
Segðu við sjálfan þig:
Einnig mæli ég með eftirfarandi bókum:
Kær kveðja,
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu Rut spurningu HÉR.