„Það eru öll merki þess efnis að Askja sé að sigla í eitthvað stórt,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
„Það eru öll merki þess efnis að Askja sé að sigla í eitthvað stórt,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
„Það eru öll merki þess efnis að Askja sé að sigla í eitthvað stórt,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Segir hann allar mælingar gefa slíkt til kynna. „Það er langlíklegast að Askja gjósi á árinu ef hún fer ekki að hægja á sér. Hún er að undirbúa sig og er komin á það þroskastig að ég held að það sé mjög líklegt,“ segir Ármann.
Eins og fram hefur komið er víða órói í kerfinu. Órói er í kringum Bárðarbungu, Kötlu, Torfajökul, Hofsjökul, Öskju og fleiri svæði. Að sögn Ármanns er líklega sýnu verst ef Askja gýs miðað við tækifæri til flótta en byggð geti helst verið undir ef Öræfajökull fer af stað.
„Verst er að fá þetta á ferðamannatíma. Sérstaklega á Öskjusvæðinu þar sem langt er í var,“ segir Ármann.
„Helst þurfum við að horfa á flóðbylgjurnar. Ef fyrirboðinn í Öskju er tveir til þrír klukkutímar, þá eru líkur á því að fleiri hundruð manns séu á svæðinu sem komast ekki undan. Ef þetta er á ferðamannatíma þá getur orðið mikill mannskaði. Frá bílastæðinu og að Öskju er klukkustundar gangur en flóðbylgjan fer mjög hratt yfir,“ segir Ármann.
Við Öskju er ekkert símasamband og því gæti sömuleiðis verið erfitt að koma neyðarskilaboðum til þeirra sem á svæðinu eru.
Hann segir mestar líkur á sprengigosi fari Askja af stað. „Þá ertu kominn með gjóskufall og gjóskuflóð. Þau geta náð í 10-20 kílómetra frá upptökum og þú hleypur ekkert frá því. Þau fara á allt að hundrað kílómetra hraða á klukkustund. En vonandi verður sæmilegur fyrirvari þannig að búið verði að tæma þessi svæði þegar þar að kemur,“ segir Ármann.