„Sannkallað úrvalshráefni“

Makrílveiðar | 18. ágúst 2023

„Sannkallað úrvalshráefni“

„Þetta er mjög góður fiskur, sannkallað úrvalshráefni fyrir manneldisvinnsluna. Það er lítil áta í honum og það skiptir miklu máli. Við erum nú að heilfrysta og hausa og það gengur virkilega vel,“ segir Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, í færslu á vef félagsins.

„Sannkallað úrvalshráefni“

Makrílveiðar | 18. ágúst 2023

Makríl landað úr Beiti NK í blíðunni á Norðfirði.
Makríl landað úr Beiti NK í blíðunni á Norðfirði. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Eiríkur Karl Bergsson

„Þetta er mjög góður fiskur, sannkallað úrvalshráefni fyrir manneldisvinnsluna. Það er lítil áta í honum og það skiptir miklu máli. Við erum nú að heilfrysta og hausa og það gengur virkilega vel,“ segir Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, í færslu á vef félagsins.

„Þetta er mjög góður fiskur, sannkallað úrvalshráefni fyrir manneldisvinnsluna. Það er lítil áta í honum og það skiptir miklu máli. Við erum nú að heilfrysta og hausa og það gengur virkilega vel,“ segir Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, í færslu á vef félagsins.

Beitir NK lagði við bryggju í Neskaupstað aðfararnótt miðvikudags með um 1.500 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni. Gert er ráð fyrir að Margrét EA komi með 1.250 tonn í kv0ld og Vilhelm Þorsteinnson EA með 1.650 tonn í kjölfar þess.

„Það er engin ástæða til annars en gera ráð fyrir að þessi skip færi okkur svipaðan gæðafisk til vinnslunnar og Beitir gerði. Nú er að styttast í lok makrílvertíðarinnar og menn eru farnir að ræða um norsk-íslenska síld, en hún er næst á dagskrá. Reyndar er Barði NK þegar byrjaður að svipast um eftir síld í þessum töluðu orðum,“ segir Geir Sigurpáll.

mbl.is