Er aðeins til ein útlenska?

Íslenska | 19. ágúst 2023

Er aðeins til ein útlenska?

Mikil umræða hefur skapast um íslenskuna undanfarin misseri. Mörg dæmi eru um það að í ýmsum merkingum hér á landi, hvort sem um ræðir skilti, matseðla eða tilbúnar samlokur, sé enskan sett í forgang. Þá hafa sumir lýst áhyggjum sínum af framtíð íslenskrar tungu en Morgunblaðið náði tali af rithöfundum og tónskáldum og fékk þeirra álit á stöðu málsins.

Er aðeins til ein útlenska?

Íslenska | 19. ágúst 2023

Þórarinn Eldjárn, rithöfundur.
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mikil umræða hefur skapast um íslenskuna undanfarin misseri. Mörg dæmi eru um það að í ýmsum merkingum hér á landi, hvort sem um ræðir skilti, matseðla eða tilbúnar samlokur, sé enskan sett í forgang. Þá hafa sumir lýst áhyggjum sínum af framtíð íslenskrar tungu en Morgunblaðið náði tali af rithöfundum og tónskáldum og fékk þeirra álit á stöðu málsins.

Mikil umræða hefur skapast um íslenskuna undanfarin misseri. Mörg dæmi eru um það að í ýmsum merkingum hér á landi, hvort sem um ræðir skilti, matseðla eða tilbúnar samlokur, sé enskan sett í forgang. Þá hafa sumir lýst áhyggjum sínum af framtíð íslenskrar tungu en Morgunblaðið náði tali af rithöfundum og tónskáldum og fékk þeirra álit á stöðu málsins.

„Það eru voðalega margir Íslendingar sem halda að það sé bara til ein útlenska í heiminum og það sé enska,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur í samtali við Morgunblaðið. Honum finnst að fyrirtæki sem setja enskuna í forgang sýni metnaðarleysi. „Allir sem sem ferðast til útlanda þekkja það að maður vill læra hvað hlutir heita á tilteknu máli. Í næstu línu fyrir neðan er samt alveg sjálfsagt að hafa ensku, fyrir þá sem ekki skilja viðkomandi tungumál.“

Þórarinn segir það „út í hött og óviðunandi“ að enska hafi fengið að breiðast svo mikið út hér á landi. Bendir hann á að fyrirtæki hafi mörg tekið upp nöfn á ensku og að Keflavíkurflugvöllur hafi enskuna í forgangi á merkingum sínum. Segist hann einnig hafa tekið eftir því á sumum stöðum sem hann hefur heimsótt hérlendis að nánast allar merkingar séu á ensku. „Þegar ég sé svona þá hugsa ég: Þú ert ekki velkominn hér. Við viljum ekki fá þig.“

Gaman að tala íslensku

„Maður hefur alveg smá áhyggjur [af stöðu íslenskunnar] en ég held að vandinn sé margþættur,“ segir söngkonan Una Torfa við Morgunblaðið. „Það er náttúrlega mikilvægt að við, sem erum með íslensku að móðurmáli, séum umburðarlynd gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið.“

Bætir hún við að Íslendingar séu gjarnan fljótir að tala ensku við fólk sem er að læra íslensku.

Hún segir tilefni vera til þess að efla íslenskukennslu í skólum. Kennslan eigi að vera lifandi og í stöðugri þróun. Það eigi að vera gaman að tala íslensku og sýna megi málnotkun ungs fólks áhuga, „þó sumir vilji stimpla hana sem vitlausa,“ segir Una.

„Ég er svo þakklát fyrir það hvað það var mikið lesið fyrir mig þegar ég var lítil,“ segir Una og bætir við að hún hafi fengið fengið mikla tungumálaörvun á sínum æskuárum, bæði heima og í skóla. „Ég held að það sé þess vegna sem ég sem á íslensku, því mér er svo tamt að tjá mig á henni.“

Einnig er rætt við Unnstein Maniel Stefánsson tónlistarmann og Bergþóru Snæbjörnsdóttur rithöfund á blaðsíðu 16 í Morgunblaðinu í dag. 

Una Torfadóttir.
Una Torfadóttir. mbl.is/Ásdís
mbl.is