Verslunarkeðjan H&M hyggst hætta allri starfsemi í Mjanmar eftir að í ljós kom að starfsmenn keðjunnar hafi mátt þola misnotkun eftir að herinn tók þar við völdum árið 2021.
Verslunarkeðjan H&M hyggst hætta allri starfsemi í Mjanmar eftir að í ljós kom að starfsmenn keðjunnar hafi mátt þola misnotkun eftir að herinn tók þar við völdum árið 2021.
Verslunarkeðjan H&M hyggst hætta allri starfsemi í Mjanmar eftir að í ljós kom að starfsmenn keðjunnar hafi mátt þola misnotkun eftir að herinn tók þar við völdum árið 2021.
„Að vandlega hugsuðu máli höfum við ákveðið að hætta starfsemi í Mjanmar í nokkrum skrefum,“ segir í tölvupósti keðjunnar til fréttaveitu AFP.
Eftir valdarán hersins í Mjanmar hafa mikil átök geisað þar.
„Við höfum verið að fylgjast vel með ástandinu í Mjanmar og við verðum undir stöðugt meiri þrýstingi að starfa í samræmi við okkar reglur og viðmið,“ segir í póstinum enn fremur.
Tilkynnt hefur verið um 156 tilvik þar sem grunur leikur á mannréttindabrotum og brotum á vinnuréttindalöggjöf frá febrúar 2022 til 2023. Árið áður voru tilvikin 56 talsins samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Business & Humar Rights Resource Center, sem kom út í síðustu viku.