Halla hélt fast við íslenskuna á sínu heimili

Íslenska | 19. ágúst 2023

Halla hélt fast við íslenskuna á sínu heimili

„Ég hef haldið fast við íslenskuna, við tölum hana alltaf heima. Ég læt Davíð ekki komast upp með að tala við mig ensku, ég vil vera íslensk áfram,“ sagði Halla Linker m.a. í viðtali sem birtist við hana í Morgunblaðinu 1. júlí 1965.

Halla hélt fast við íslenskuna á sínu heimili

Íslenska | 19. ágúst 2023

Halla Kristín Guðmundsdóttir Linker Aguirre lést hinn 16. ágúst.
Halla Kristín Guðmundsdóttir Linker Aguirre lést hinn 16. ágúst.

„Ég hef haldið fast við íslenskuna, við tölum hana alltaf heima. Ég læt Davíð ekki komast upp með að tala við mig ensku, ég vil vera íslensk áfram,“ sagði Halla Linker m.a. í viðtali sem birtist við hana í Morgunblaðinu 1. júlí 1965.

„Ég hef haldið fast við íslenskuna, við tölum hana alltaf heima. Ég læt Davíð ekki komast upp með að tala við mig ensku, ég vil vera íslensk áfram,“ sagði Halla Linker m.a. í viðtali sem birtist við hana í Morgunblaðinu 1. júlí 1965.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær lést Halla 16. ágúst sl. á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum, 93 ára að aldri. Halla var lengi aðalræðismaður Íslands í Los Angeles og tók við því hlutverki af fyrri eiginmanni sínum, Hal Linker, sem var aðalræðismaður Íslands frá 1972 til dauðadags 1979. Gegndi Halla þessu starfi allt til ársins 1998.

Í fyrrnefndu viðtali vísaði Halla til sonar síns og Hals Linkers. Davíðs Þórs Linkers, sem í dag starfar sem hjartasérfræðingur og rannsóknarlæknir við háskóla Washington-ríkis í Seattle.

Kvöldverður á heimili Höllu Linker árið 1996. F.v. Francisco Aguirre, …
Kvöldverður á heimili Höllu Linker árið 1996. F.v. Francisco Aguirre, seinni eiginmaður Höllu, Jón Óttar Ragnarsson, Davíð Oddsson, Halla Linker, Einar Benediktsson og Margrét Hrafnsdóttir, kona Jóns Óttars.

Þegar viðtalið var tekið 1965, á Hótel Borg í einni Íslandsheimsókn þeirra hjóna, höfðu þau ferðast saman um heiminn í 15 ár, og komið til vel á annað hundrað landa. Var hún þá sögð einna víðförulust Íslendinga á þeim tíma. Þegar upp var staðið fór Halla til nærri 200 landa. Eftirfarandi ritar blaðamaður Morgunblaðsins sem hitti þau á Hótel Borg:

„Það hefur enginn Íslendingur, karl eða kona, fyrr né síðar, farið eins víða og Halla, enginn gist eins mörg lönd og margbreytileg, og það ekki bara í einn eða tvo daga heldur hefur hún dvalist í þeim vikum og jafnvel mánuðum saman.

Davíð Þór fæddist 1951 og ungan tóku þau hjónin hann með sér í ferðalög um heim allan. Heimildarþættir voru gerðir um ferðalög fjölskyldunnar og þeir sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjunum í 18 ár.

Þegar viðtalið var tekið 1965 var Halla orðin þekkt í Bandaríkjunum. Gefum henni að endingu orðið:

„Bandaríkjamenn þekkja mig sem „the Icelandic girl on television“ og það fer ekkert eins í taugarnar á mér og þegar ég kem hér í hús og fólkið segir: „Það er amerísk frú hjá mér í heimsókn. Nei, amerísk er ég ekki og verð aldrei.“

Halla Linker ung að árum.
Halla Linker ung að árum.
mbl.is