Hundruð þúsunda í hættu í Súdan

Súdan | 19. ágúst 2023

Hundruð þúsunda í hættu í Súdan

Átökin milli stjórn­ar­hers Súdans og RSF-sveit­anna þar í landi hafa nú breiðst út til borga í suðurhluta Súdans og gætu hundruð þúsunda sem nú þegar hafa flúið átakasvæðið Darfur þurft að leita skjóls að nýju. AFP greinir frá. 

Hundruð þúsunda í hættu í Súdan

Súdan | 19. ágúst 2023

600,000 manns hafa leitað skjóls í borginni El Fasher, þar …
600,000 manns hafa leitað skjóls í borginni El Fasher, þar sem átök brutust út á fimmtudag. AFP

Átökin milli stjórn­ar­hers Súdans og RSF-sveit­anna þar í landi hafa nú breiðst út til borga í suðurhluta Súdans og gætu hundruð þúsunda sem nú þegar hafa flúið átakasvæðið Darfur þurft að leita skjóls að nýju. AFP greinir frá. 

Átökin milli stjórn­ar­hers Súdans og RSF-sveit­anna þar í landi hafa nú breiðst út til borga í suðurhluta Súdans og gætu hundruð þúsunda sem nú þegar hafa flúið átakasvæðið Darfur þurft að leita skjóls að nýju. AFP greinir frá. 

600,000 leitað skjóls

Á fimmtudag brutust út blóðug átök í El Fasher, höfuðborg Norður-Darfurhéraðs, sem hefur undanfarna tvo mánuði verið að mestu laus við sprengingar, rán, nauðganir og aftökur sem átt hafa sér stað í öðrum hlutum Darfur. 

600,000 manns hafa að leitað sér skjóls í El Fasher í kjölfar átakanna og hafa ýmis alþjóðleg mannréttindasamtök lýst yfir verulegum áhyggjum af ástandinu. Þá hefur verið greint frá fjöldamorðum og árásum á óbreytta borgara, sem drifin eru áfram af þjóðerniserjum. 

Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi RSF sveitanna, en svæðið hefur verið þungamiðja mannskæðra bardaga síðan 2003 þegar þáverandi ríkisstjórn leysti hinn alræmda Janjaweed, forvera RSF sveitarinnar, úr haldi. 

mbl.is