Leikkonan Pamela Anderson er þekkt fyrir að skarta kynþokkafullri förðun sem einkennist af fíngerðum augabrúnum, dramatískri augnförðun og ljósu varaglossi. Frá árinu 2019 hefur Anderson hins vegar verið að mestu farðalaus, en hún afhjúpaði á dögunum af hverju hún hætti að nota farða.
Leikkonan Pamela Anderson er þekkt fyrir að skarta kynþokkafullri förðun sem einkennist af fíngerðum augabrúnum, dramatískri augnförðun og ljósu varaglossi. Frá árinu 2019 hefur Anderson hins vegar verið að mestu farðalaus, en hún afhjúpaði á dögunum af hverju hún hætti að nota farða.
Leikkonan Pamela Anderson er þekkt fyrir að skarta kynþokkafullri förðun sem einkennist af fíngerðum augabrúnum, dramatískri augnförðun og ljósu varaglossi. Frá árinu 2019 hefur Anderson hins vegar verið að mestu farðalaus, en hún afhjúpaði á dögunum af hverju hún hætti að nota farða.
Það vakti því mikla athygli þegar Anderson kom fram í nýlegri heimildarmynd á Netflix, A Love Story, án nokkurs farða. Í nýlegu viðtali við tímaritið Elle sagðist hún hafa hætt að nota farða eftir að Alexis Vogel, förðunarfræðingur hennar, lést árið 2019 eftir baráttu við brjóstakrabbamein.
„Hún var best. Og síðan þá fannst mér að án Alexis þá væri bara betra fyrir mig að vera ekki með förðun,“ útskýrði Anderson, en hún segir það hafa verið „frelsandi, skemmtilegt og svolítið uppreisnagjarnt“ að sleppa því að nota farða.
Leikkonan segist hafa tekið eftir förðunartrendunum á þeim tíma og séð fólk skarta miklum og dramatískum förðunum og því væri það henni líkt að fara á skjön við það og gera hið gagnstæða við það sem allir eru að gera.
Anderson segist líða vel án farða og hafi tekið þá ákvörðun að eldast náttúrulega án þess að fá sér fyllingarefni og bótox. „Mér líkar ekki við þessar sprautur og þær virka ekki á mig. Ég vil sjá hvernig ég eldist,“ sagði hún.