Snjallvagninn fræðir nemendur um netöryggi og kannar netnotkun þeirra

Menntun | 20. ágúst 2023

Snjallvagninn fræðir nemendur um netöryggi og kannar netnotkun þeirra

Snjallvagninn er fræðsluverkefni sem ferðast á milli grunnskóla út um allt land til að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Síðan 2020 hefur Snjallvagninn heimsótt skóla í Kópavogsbæ, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Mosfellsbæ og Reykjavík. Í ár hafa sex skólar og yfir 700 nemendur tekið þátt í verkefninu og staldraði Snjallvagninn fyrst við á Ísafirði. 

Snjallvagninn fræðir nemendur um netöryggi og kannar netnotkun þeirra

Menntun | 20. ágúst 2023

Lalli töframaður sér um að miðla fræðsluefni Snjallvagnsins til ungmenna …
Lalli töframaður sér um að miðla fræðsluefni Snjallvagnsins til ungmenna landsins.

Snjallvagninn er fræðsluverkefni sem ferðast á milli grunnskóla út um allt land til að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Síðan 2020 hefur Snjallvagninn heimsótt skóla í Kópavogsbæ, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Mosfellsbæ og Reykjavík. Í ár hafa sex skólar og yfir 700 nemendur tekið þátt í verkefninu og staldraði Snjallvagninn fyrst við á Ísafirði. 

Snjallvagninn er fræðsluverkefni sem ferðast á milli grunnskóla út um allt land til að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Síðan 2020 hefur Snjallvagninn heimsótt skóla í Kópavogsbæ, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Mosfellsbæ og Reykjavík. Í ár hafa sex skólar og yfir 700 nemendur tekið þátt í verkefninu og staldraði Snjallvagninn fyrst við á Ísafirði. 

Fræðsluefni Snjallvagnsins er kynnt af Lalla töframanni, sem nýtir sér bæði töfra og grín til að varpa ljósi á mikilvæg málefni. Einnig nota hann myndir og ýmsar staðreyndir til að opna umræðuna við ungt fólk um tækifærin sem stafrænt umhverfi býður upp á, hvernig á að hafa samskipti á netinu og leiðir til að takast á við áhættur sem fylgja netnotkun.

Verkefnið er knúið af Huawei á Íslandi og unnið í samstarfi við Heimili og skóla og SAFT, vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi.

Meira en 700 nemendur hafa hlustað á fræðslu Snjallvagnsins árið …
Meira en 700 nemendur hafa hlustað á fræðslu Snjallvagnsins árið 2023.

Niðurstöður könnunar á stafrænni hæfni barna gefa margt jákvætt til kynna

Auk fræðslunnar er gerð könnun með það að markmiði að kanna stöðu barna hvað varðar miðlanotkun og stafræna hæfni þeirra. Þegar könnuninni er lokið fá þátttakendur sérsniðið ábendingablað sem veitir gagnlegar upplýsingar um áhættuhegðun og verkfæri til að nota netið með ábyrgari hætti. Einnig fá kennarar upplýsingar um fjölmiðlavenjur nemenda sinna, ásamt handbók sem hægt er að nota til að rifja upp það efni sem rætt var um í fræðslunni.

Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar, sem svarað var af 547 nemendum, nýta flest börn á aldrinum 10 til 16 ára netið til að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist og til að spila tölvuleiki. Nemendurnir virtust nokkuð vel að sér þegar kom að öryggismálum á netinu, þar sem 62% svarenda forðast að deila lykilorðum, 59% skoða tengla áður en ýtt er á þá og 65% vita að þeir þurfa leyfi til þess að deila myndum af öðrum en persónuupplýsingum annarra. Hins vegar sögðust 27% svarenda vera með ólæstan reikning á samfélagsmiðlum og 27% sögðust samþykkja vinabeiðnir frá ókunnugum ef þeir ættu sameiginlega vini.

Nýjustu könnun Snjallvagnsins var svarað af 547 nemendum.
Nýjustu könnun Snjallvagnsins var svarað af 547 nemendum. Ljósmynd/Nicolas Libersalle

„Niðurstöður Snjallsvagnsins eru mjög dýrmætar í umræðuna um netöryggi barna og ungmenna. Hvernig börn nota og hegða sér á netinu er orðið stærsta málefnið sem foreldrar í dag, um allan heim, eiga við. Það er ljóst að við sem samfélag þurfum að bæta okkur til að gera netið að öruggum stað fyrir börn og ungmenni og til það ná því markmiði þurfum við öll að taka höndum saman. Börn, foreldrar, menntayfirvöld, tæknifyrirtæki og stjórnvöld,“ segir Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur í miðlanotkun barna hjá SAFT og Heimili og skóla.

mbl.is