Tvö göt á fiskkví Arctic Fish

Fiskeldi | 21. ágúst 2023

Tvö göt á fiskkví Arctic Seafarm

Tvö göt fundust á kví númer átta hjá Arctic Seafarm (dótturfélags Arctic Fish) í Kvígindisdal í Patreksfirði í gær. Lágu götin lóðrétt hvort sínum megin við svokallaða styrktarlínu, hvort um sig 20 sinnum 30 sentimetrar að stærð.

Tvö göt á fiskkví Arctic Seafarm

Fiskeldi | 21. ágúst 2023

Sjókvíar í Patreksfirði. Tvö göt uppgötvuðust á einni kví í …
Sjókvíar í Patreksfirði. Tvö göt uppgötvuðust á einni kví í firðinum. Í henni á að hafa verið yfir 70 þúsund fiskar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvö göt fundust á kví númer átta hjá Arctic Seafarm (dótturfélags Arctic Fish) í Kvígindisdal í Patreksfirði í gær. Lágu götin lóðrétt hvort sínum megin við svokallaða styrktarlínu, hvort um sig 20 sinnum 30 sentimetrar að stærð.

Tvö göt fundust á kví númer átta hjá Arctic Seafarm (dótturfélags Arctic Fish) í Kvígindisdal í Patreksfirði í gær. Lágu götin lóðrétt hvort sínum megin við svokallaða styrktarlínu, hvort um sig 20 sinnum 30 sentimetrar að stærð.

Í tilkynningu frá Arctic Seafarm kemur fram að búið sé að loka götunum og verið sé að skoða allar kvíar á svæðinu. Í kví átta voru 72.522 fiskar og meðalþyngd hvers þeirra um sex kíló.

Þrjú slysasleppinganet voru lögð í gær sem verða dregin í dag með eftirlitsfólki frá Fiskistofu. Að sögn Daníels Jakobssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, er ekki vitað að svo stöddu hvort nokkrir fiskar hafa sloppið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

mbl.is