Uppskriftirnar sem steinliggja fyrir vikuna

Uppskriftir | 21. ágúst 2023

Uppskriftirnar sem steinliggja fyrir vikuna

Matarvefurinn býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn girnilegasti og á vel þegar sumri tekur að halla. Hefðbundin rútína er að bresta á og landsmenn eru að njóta síðustu sólargeisla sumarsins. Uppskera sumarsins að koma í hús og þá er upplagt að nýta hana í matargerðina. 

Uppskriftirnar sem steinliggja fyrir vikuna

Uppskriftir | 21. ágúst 2023

Matarvefurinn býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er …
Matarvefurinn býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn girnilegasti. Samsett mynd

Mat­ar­vef­ur­inn býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni sem er hinn girni­leg­asti og á vel þegar sumri tek­ur að halla. Hefðbund­in rútína er að bresta á og lands­menn eru að njóta síðustu sól­ar­geisla sum­ars­ins. Upp­skera sum­ars­ins að koma í hús og þá er upp­lagt að nýta hana í mat­ar­gerðina. 

Mat­ar­vef­ur­inn býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni sem er hinn girni­leg­asti og á vel þegar sumri tek­ur að halla. Hefðbund­in rútína er að bresta á og lands­menn eru að njóta síðustu sól­ar­geisla sum­ars­ins. Upp­skera sum­ars­ins að koma í hús og þá er upp­lagt að nýta hana í mat­ar­gerðina. 

Grilluð rauðspretta með ljúffengu meðlæti.
Grilluð rauðspretta með ljúf­fengu meðlæti. mbl.is//​Krist­inn Magnús­son

Mánu­dag­ur – Grilluð rauðspretta að hætti Úlfars

„Góður grillaður fisk­ur er kær­kom­in í upp­hafi vik­unn­ar. Úlfar Örn Úlfars­son á heiður­inn að þess­ari girni­legu grilluðu rauðsprettu sem bor­in er fram með ljúf­fengu meðlæti.“

Kóngarækjur grillaðar á spjóti með grænmeti eru hreint sælgæti.
Kóngarækj­ur grillaðar á spjóti með græn­meti eru hreint sæl­gæti.

Þriðju­dag­ur – Grillaðar kóngarækj­ur á spjóti

„Kóngarækj­ur eru ótrú­lega bragðgóðar og tek­ur stutta stund að grilla þær. Flest­ir elska að fá grillaða rétti sem eru bæði fal­leg­ir og létt­ir í maga. Kóngarækj­ur eru veislu­mat­ur og það má vel leyfa sér þess­ar á þriðju­degi.“

 
Kjúklingalasagna á mexíkóska vísu að hætti Höllu Báru sem bragð …
Kjúk­lingala­sagna á mexí­kóska vísu að hætti Höllu Báru sem bragð er af. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Miðviku­dag­ur – Dýrðlegt mexí­kóskt kjúk­lingala­sagna

„Í miðri viku er ekk­ert dá­sam­leg­ar en að út­búa ljúf­fengt lasagna sem bragð er af. Gam­an er að breyta til og fá sér kjúk­lingala­sagna á mexí­kóska vísu. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Höllu Báru.“

Þessi karríkókospottréttur á eftir að slá í gegn.
Þessi karríkó­kospot­trétt­ur á eft­ir að slá í gegn. Ljós­mynd/​Al­bert Ei­ríks­son

Fimmtu­dag­ur – Karríkó­kospot­trétt­ur­inn sem þú borðar yfir þig af

„Þessi saðsami og girni­legi karríkó­kospot­trétt­ur er græn­met­is­rétt­ur af betri gerðinni og kem­ur frá Ísaf­irði. Sagt er að þetta sé rétt­ur­inn sem þú borðar yfir þig af og það reynd­ist rétt, það er ekki hægt að stoppa, þessi rétt­ur er svo góður og að setja ban­ana út í ger­ir út­slagið.“

Andalæri með sellerírótarmús og asian fusionsósu bráðnar í munni.
Anda­læri með sell­e­rírót­ar­mús og asi­an fusi­onsósu bráðnar í munni. Ljós­mynd/​Sjöfn

Föstu­dag­ur – Anda­læri á franska vísu sem bráðnar í munni

„Þessi rétt­ur er full­kom­inn til að njóta á föstu­dags­kvöldi, Con­fit de Can­ard eða anda­læri á franska vísu með asísku yf­ir­bragði. Meðlætið með anda­lær­inu er líka girni­legt og pass­ar vel með. Meðlætið er sell­e­rírót­ar­mús, asi­an fusi­onsósa og koní­aksk­ara­melluð epli. Þetta er hin full­komna sam­setn­ing með anda­lær­inu og bráðnar í munni. Það er líka gott að vera með eda­ma­mebaun­ir til hliðar.“

Ribeye-steik með chimichurri steinliggur á laugardagskvöldi.
Ri­beye-steik með chimichurri stein­ligg­ur á laug­ar­dags­kvöldi. mbl.is/​Arnþór

Laug­ar­dag­ur - Unaðsleg ri­beye-steik á grillið

„Þar sem nú er síðsum­ar og sum­ar­blíðan hef­ur verið með ein­dæm­um góð síðustu daga er upp­lagt að grilla ri­beye-steik og njóta. Ótrú­lega gott er að njóta henn­ar með góðri chimichurri og hassel­back kart­öflu.“

Lúxus útgáfan af Egg Benedict er með reyktum laxi og …
Lúx­us út­gáf­an af Egg Benedict er með reykt­um laxi og á vel við á sunnu­dags­morgni. Unsplash/​John Baker

Sunnu­dag­ur – Lúx­us út­gáfa af Egg Benedict og lamba­læri með bestu sós­unni

„Sunnu­dag­ar eiga vera dek­ur dag­ar í mat og drykk. Gott er að byrja á dag­inn á lúx­us út­gáfu af Egg Benedict, það besta væri að fá það borið fram á bakka upp í rúm. Eins og hefð var fyr­ir hér áður fyr­ir þá er lamba­lærið ekta sunnu­dags­mat­ur. Hér er upp­skrift af lamba­læri með bestu sós­unni sem all­ir sæl­kera elska. Þetta er góð upp­skrift af sunnu­degi þegar kem­ur að mat.“

Hefð hefur verið í áranna rás að bjóða upp á …
Hefð hef­ur verið í ár­anna rás að bjóða upp á lamba­læri á sunnu­dags­kvöldi og ís­lenska lambið klikk­ar aldrei, Ljós­mynd/Í​slenskt lamba­kjöt

 

mbl.is