Aldrei safnast meira í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon | 22. ágúst 2023

Aldrei safnast meira í Reykjavíkurmaraþoninu

Slegið var met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, en í ár námu áheit á hlaupara og málefni 199,8 milljónum króna. Söfnun áheita lauk á miðnætti 21. ágúst og rennur afraksturinn óskiptur til þeirra 175 góðgerðarfélaga sem eru á skrá hjá Reykjavíkumaraþoni. 

Aldrei safnast meira í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon | 22. ágúst 2023

Aldrei hefur hærri upphæð safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, en í …
Aldrei hefur hærri upphæð safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, en í ár söfnuðust tæplega 200 milljónir króna. Ljósmynd/Eva Björk

Slegið var met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, en í ár námu áheit á hlaupara og málefni 199,8 milljónum króna. Söfnun áheita lauk á miðnætti 21. ágúst og rennur afraksturinn óskiptur til þeirra 175 góðgerðarfélaga sem eru á skrá hjá Reykjavíkumaraþoni. 

Slegið var met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, en í ár námu áheit á hlaupara og málefni 199,8 milljónum króna. Söfnun áheita lauk á miðnætti 21. ágúst og rennur afraksturinn óskiptur til þeirra 175 góðgerðarfélaga sem eru á skrá hjá Reykjavíkumaraþoni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sendi frá sér í dag. 

39 milljónum meira en fyrra met

Með söfnuninni í ár var fyrra met slegið um tæpar 39 milljónir, en árið 2019 söfnuðu hlauparar alls 167 milljónum króna. Reykjavíkurmaraþoninu hefur því tekist að rétta úr kútnum eftir hlé sem varð vegna heimsfaraldurs COVID-19 sem hafði umtalsverð áhrif á þátttöku í hlaupinu. 

Alls voru 11.307 hlauparar frá 84 löndum á öllum aldri skráðir til þátttöku í 38. Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór 19. ágúst síðastliðinn. 

Þá voru á 5.766 konur, 5.483 karlmenn og 12 kvár á meðal hlaupara, en í ár gátu þátttakendur í fyrsta sinn skráð sig í þrjá kynjaflokka. 

Fagnar fertugsafmæli á næsta ári

Í tilkynningu Reykjavíkurmaraþonsins segir Jón Guðni Ómarsson, Bankastjóri Íslandsbanka, starfsfólk Íslandsbanka vera þakklátt öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til hlaupsins í ár. Þá bætir hann við að Reykjavíkurmaraþonið sé stórkostlegur vettvangur fyrir bankann til þess að vera hreyfiafl til góðra verka. 

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram í miðbæ Reykjavíkur árið 1984, sem þýðir að á næsta ári fagnar hlaupið 40 ára afmæli. Hlaupið fer næst fram 24. ágúst 2024. 

mbl.is