Söngleikurinn Once Upon a One More Time, byggður á lögum poppstjörnunnar Britney Spears, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. september næstkomandi eftir aðeins tæplega tíu vikur í sýningu.
Söngleikurinn Once Upon a One More Time, byggður á lögum poppstjörnunnar Britney Spears, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. september næstkomandi eftir aðeins tæplega tíu vikur í sýningu.
Söngleikurinn Once Upon a One More Time, byggður á lögum poppstjörnunnar Britney Spears, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. september næstkomandi eftir aðeins tæplega tíu vikur í sýningu.
Hinn svokallaði „jukebox“-söngleikur var frumsýndur hinn 22. júní síðastliðinn í Marquis-leikhúsinu í New York-borg og hefur miðasala á sýninguna verið afar dræm.
Tilkynnt var um endalok söngleiksins á Instagram í gærdag.
Vinsælustu lög Spears keyra sýninguna áfram, en lög á borð við Oops I Did It Again, Lucky, Toxic og Baby One More Time heyrast í sýningunni.
Idol-stjarnan Justin Guarini fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, en hann varð í öðru sæti á eftir Kelly Clarkson í fyrstu þáttaröð American Idol.