Móta stefnu um framtíð fiskeldis

Fiskeldi | 23. ágúst 2023

Móta stefnu um framtíð fiskeldis

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2024 frumvarp um stefnumörkun fiskeldis á Íslandi til ársins 2028.

Móta stefnu um framtíð fiskeldis

Fiskeldi | 23. ágúst 2023

Stefnt er að því að birt verði skýrsla vegna stefnumótunar …
Stefnt er að því að birt verði skýrsla vegna stefnumótunar á sviði fiskeldis í september og að frumvarp verði lagt fram á vorþingi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2024 frumvarp um stefnumörkun fiskeldis á Íslandi til ársins 2028.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2024 frumvarp um stefnumörkun fiskeldis á Íslandi til ársins 2028.

Dúi J. Landmark upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir að yfirstandandi vinna byggist að stórum hluta á matvælastefnu sem sett hefur verið til 2040. Í henni er fjallað um helstu greinar lagareldis, sjókvíaeldi, landeldi, þörungarækt og úthafseldi. „Meginviðfangsefnin eru styrking á rannsóknum, vöktun og eftirliti, eins er fjallað um skipulag leyfa og gjaldtöku með umhverfishvötum.“

Stefnt er að því að kynna drög að skýrslu um stefnumótunina í samráðsgátt stjórnvalda og almennings í lok september 2023 ásamt drögum að aðgerðaáætluninni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is