Seðlabankinn sver af sér athugun SKE

Kortlagning eignatengsla | 23. ágúst 2023

Seðlabankinn sver af sér athugun SKE

Seðlabankinn er að engu leyti þátttakandi í sérstakri athugun Samkeppniseftirlitsins (SKE) á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, sem gerð er að tilstuðlan Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Seðlabankinn sver af sér athugun SKE

Kortlagning eignatengsla | 23. ágúst 2023

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlistins, undirrituðu …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlistins, undirrituðu samninginn. Samsett mynd

Seðlabankinn er að engu leyti þátttakandi í sérstakri athugun Samkeppniseftirlitsins (SKE) á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, sem gerð er að tilstuðlan Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Seðlabankinn er að engu leyti þátttakandi í sérstakri athugun Samkeppniseftirlitsins (SKE) á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, sem gerð er að tilstuðlan Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Morgunblaðið spurði hvernig samstarf bankans við SKE og matvælaráðuneytið hafi borið til. Í samningi ráðuneytisins og eftirlitsins frá 19. september 2022 segir að athugunin sé í samvinnu við Seðlabanka, Skattinn og Fiskistofu. Sú er ekki raunin.

„Seðlabankinn [er] hvorki þátttakandi í þeirri sérstöku athugun sem tilkynnt var um 5. október 2022 og lýtur að kortlagningu stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi né þátttakandi í vinnu matvælaráðuneytisins sem tengist stefnumótun í sjávarútvegi.“

Hins vegar kemur fram í svari bankans að SKE hafi áður og í öðru samhengi leitað víðtækara samstarfs við upplýsingaöflun. Ekki hafi enn orðið af því af hálfu bankans.

Ekkert um samstarfsbeiðni

Líkt og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær og um helgina má lesa úr gögnum SKE og ráðuneytisins, að umræddar stofnanir – sem gerðar voru að aðilum samningsins án samráðs eða samþykkis – hafi gert athugasemdir við orðalag í drögum að fréttatilkynningu, sem birtist svo ekki fyrr en rúmum tveimur vikum eftir að þau Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, undirrituðu samninginn. Í fréttatilkynningunni sagði að stefnt væri að samstarfi en í samningnum var sagt að það væri komið á.

Eins benda gögnin til þess að ráðuneytið hafi átt frumkvæði að athuguninni, ekki SKE, eins og Páll Gunnar hefur síðar fullyrt.

Svar Seðlabankans er mun afdráttarlausara en lesa mátti úr samskiptum ráðuneytisins og SKE eða umræddri fréttatilkynningu. Það kemur ekki fram með beinum hætti, en af svari Seðlabankans virðist sem samstarfs við bankann hafi ekki einu sinni verið leitað af matvælaráðuneytinu eða Samkeppniseftirlitinu. A.m.k. er ekki vikið orði að slíkri málaleitan. Hins vegar er minnst á samsvarandi erindi frá SKE í öðru samhengi tæpum tveimur árum áður.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is