Nýverið eignaðist sálfræðingurinn Emma Kenny, sem er 50 ára, dóttur eftir fjölda átakanlegra fósturláta síðastliðinn áratug. Þó svo að mikil hamingja hafi fylgt þungun hennar upplifði hún einnig verulega erfiðar tilfinningar sem tengdust aldri hennar.
Nýverið eignaðist sálfræðingurinn Emma Kenny, sem er 50 ára, dóttur eftir fjölda átakanlegra fósturláta síðastliðinn áratug. Þó svo að mikil hamingja hafi fylgt þungun hennar upplifði hún einnig verulega erfiðar tilfinningar sem tengdust aldri hennar.
Nýverið eignaðist sálfræðingurinn Emma Kenny, sem er 50 ára, dóttur eftir fjölda átakanlegra fósturláta síðastliðinn áratug. Þó svo að mikil hamingja hafi fylgt þungun hennar upplifði hún einnig verulega erfiðar tilfinningar sem tengdust aldri hennar.
„Ég fann fyrir mikilli eigingirni fram að fæðingu. Það eru augnablik þar sem ég hugsa: „Ég vildi að ég gæti átt 20 ár til viðbótar með Ettu.“ Ég var gagnrýnin á sjálfa mig vegna þessa, en besti vinur minn dó 43 ára, svo þú færð ekki alltaf þann tíma sem þér er lofað. Ég mun eiga samtöl við Ettu um það þegar hún verður eldri,“ sagði Kenny í samtali við tímaritið New.
„Mér finnst ég hafa stolið árum af samveru okkar frá barninu mínu. En ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt hana. Ég hef lent í mörgum fósturlátum,“ bætti hún við.
Dóttirin er fyrsta barn Kenny með eiginmanni hennar Pete Skywalker, en hún á fyrir tvo syni úr fyrra hjónabandi, Tyde sem er 20 ára og Evan sem er 18 ára.