Endurnefna flugvöll eftir Elísabetu drottningu

Kóngafólk | 24. ágúst 2023

Endurnefna flugvöll eftir Elísabetu drottningu

Touquet-Paris-Plage-flugvöllurinn í bænum Le Touquet í Norður-Frakklandi verður endurnefndur til heiðurs Elísabetar II. drottningar sem lést hinn 8. september á síðasta ári 96 ára að aldri. 

Endurnefna flugvöll eftir Elísabetu drottningu

Kóngafólk | 24. ágúst 2023

Flugvöllur í Norður-Frakklandi verður endurnefndur til heiðurs Elísabetar II. drottningar.
Flugvöllur í Norður-Frakklandi verður endurnefndur til heiðurs Elísabetar II. drottningar. AFP

Touquet-Paris-Plage-flugvöllurinn í bænum Le Touquet í Norður-Frakklandi verður endurnefndur til heiðurs Elísabetar II. drottningar sem lést hinn 8. september á síðasta ári 96 ára að aldri. 

Touquet-Paris-Plage-flugvöllurinn í bænum Le Touquet í Norður-Frakklandi verður endurnefndur til heiðurs Elísabetar II. drottningar sem lést hinn 8. september á síðasta ári 96 ára að aldri. 

BBC greinir frá því að upphaflega tillagan hafi verið borin fram við bresku krúnuna sex dögum eftir andlát drottningarinnar. Í tilkynningu sem ráðhúsið í Le Touquet birti á dögunum kemur fram að konungurinn hafi nú gefið nafninu blessun sína og því verði nafni flugvallarins breytt í Elizabeth II Le Touquet-Paris-Plage-alþjóðaflugvöllurinn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær vígslan fer fram. 

„Breskasti“ franski dvalarstaðurinn

„Að Karl III. konungur hafi samþykkt tillögu borgarstjórans í Le Touquet styrkir enn frekar stefnu þess síðarnefnda sem vill staðfesta að Le Touquet sé „breskasti“ franski dvalarstaðurinn,“ var skrifað í tilkynninguna.

Flugvöllurinn var hannaður í kringum 1930 til að bjóða Breta velkomna í strandbæinn sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Calais. Bærinn vonast nú til að nýtt nafn flugvallarins muni styrkja tengslin milli Le Touquet og Bretlands.

mbl.is