Gómsæt BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalat

Uppskriftir | 24. ágúst 2023

Gómsæt BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalat

Í sól og sumaryl er ávallt gaman að grilla og hér er Berglind Hreiðars matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar komin með sitt nýjasta nýtt á grillið. Þessi dásamlegu kjúklingaspjót með BBQ og makkarónusalat, sem er eitthvað alveg nýtt.

Gómsæt BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalat

Uppskriftir | 24. ágúst 2023

Gómsæt grilluð kjúklingaspjót með BBQ og makkarónusalati sem er nýstárlegt …
Gómsæt grilluð kjúklingaspjót með BBQ og makkarónusalati sem er nýstárlegt meðlæti. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Í sól og sum­aryl er ávallt gam­an að grilla og hér er Berg­lind Hreiðars mat­ar­blogg­ari með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar kom­in með sitt nýj­asta nýtt á grillið. Þessi dá­sam­legu kjúk­linga­spjót með BBQ og makkarónu­sal­at, sem er eitt­hvað al­veg nýtt.

Í sól og sum­aryl er ávallt gam­an að grilla og hér er Berg­lind Hreiðars mat­ar­blogg­ari með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar kom­in með sitt nýj­asta nýtt á grillið. Þessi dá­sam­legu kjúk­linga­spjót með BBQ og makkarónu­sal­at, sem er eitt­hvað al­veg nýtt.

„Það er alltaf gam­an að prófa nýtt meðlæti með grill­mat og þetta makkarónu­sal­at var al­gjör snilld. Ég hef ekki út­búið svona áður en rakst á út­færslu á net­inu um dag­inn og gat ekki hætt að hugsa um þetta fyrr en ég myndi prófa,“ sagði Berg­lind þegar hún var spurð út þetta frum­lega sal­at.

Nú er bara að gera vel við sig og fá sér grillaðan kjúk­ling með ný­stár­legu meðlæti, makkarónu­sal­ati.

Makkarónusalati er eitthvað sem Berglind sá á netinu og stóðst …
Makkarónu­sal­ati er eitt­hvað sem Berg­lind sá á net­inu og stóðst ekki mátið að prófa. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

BBQ kjúk­linga­spjót og makkarónu­sal­at

Fyr­ir4

BBQ kjúk­linga­spjót

  • 900 g úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 150 ml Caj P grillol­ía
  • ½ flaska Heinz Sweet BBQ sósa

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­linga­lær­in í skál og hellið grillol­í­unni yfir, blandið vel sam­an og leyfið að marín­er­ast í ís­skáp í að minnsta kosti klukku­stund, yfir nótt er líka í lagi, bara plasta/​loka ílát­inu vel.
  2. Þræðið síðan 2 læri upp á hvert grill­spjót og grillið á heitu grilli í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið, penslið 1 x með BBQ sósu á meðan þið grillið (um 1 msk. á hvora hlið).
  3. Takið síðan af grill­inu, penslið aft­ur BBQ sósu yfir og leyfið að hvíla í nokkr­ar mín­út­ur áður en þið njótið með makkarónu­sal­ati.

Makkarónu­sal­at

  • 350 g ósoðið makkarónup­asta
  • ½ rauðlauk­ur
  • 3 msk. púrru­lauk­ur
  • 2 tóm­at­ar
  • 2 gul­ræt­ur
  • ½ rauð paprika
  • 1 msk. stein­selja
  • 130 g maj­ónes
  • 70 g sýrður rjómi
  • 30 g púður­syk­ur
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pip­ar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka, leyfið vatni að leka al­veg af þeim síðan áður en þið notið í sal­atið.
  2. Pískið á meðan maj­ónes, sýrðan rjóma, púður­syk­ur, dijon sinn­ep og krydd sam­an í skál og geymið.
  3. Skerið allt græn­metið smátt niður (rífið gul­ræt­urn­ar gróft) og blandið síðan öllu sam­an í skál með sleikju.
  4. Geymið í kæli fram að notk­un.
mbl.is