Grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk og fennelskeiðar

Uppskriftir | 26. ágúst 2023

Grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk og fennelskeiðar

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi notar sína styrkleika og gefur af sér til að ná markmiðum sínum sem er að lifa áreynslulausu, heilsusamlegu og ánægjulegu lífi. Magga Leifs er þekkt fyrir sína hollu og góðu rétti og grauta sem hafa slegið í gegn á þeim námskeiðum sem hún hefur haldið. En hún hefur reglulega staðið fyrir námskeiði þar sem þátttakendur hafa verið á hreinu mataræði í 10 daga. Með aldrinum segist hún þurfa borða mun minna en áður en engu að síður vandar hún vel hvað hún borðar.

Grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk og fennelskeiðar

Uppskriftir | 26. ágúst 2023

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi deilir hér með lesendum girnilegri …
Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi deilir hér með lesendum girnilegri uppskrift af haustrétti sem á vel við þegar ný uppskera kemur í hús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi notar sína styrkleika og gefur af sér til að ná markmiðum sínum sem er að lifa áreynslulausu, heilsusamlegu og ánægjulegu lífi. Magga Leifs er þekkt fyrir sína hollu og góðu rétti og grauta sem hafa slegið í gegn á þeim námskeiðum sem hún hefur haldið. En hún hefur reglulega staðið fyrir námskeiði þar sem þátttakendur hafa verið á hreinu mataræði í 10 daga. Með aldrinum segist hún þurfa borða mun minna en áður en engu að síður vandar hún vel hvað hún borðar.

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi notar sína styrkleika og gefur af sér til að ná markmiðum sínum sem er að lifa áreynslulausu, heilsusamlegu og ánægjulegu lífi. Magga Leifs er þekkt fyrir sína hollu og góðu rétti og grauta sem hafa slegið í gegn á þeim námskeiðum sem hún hefur haldið. En hún hefur reglulega staðið fyrir námskeiði þar sem þátttakendur hafa verið á hreinu mataræði í 10 daga. Með aldrinum segist hún þurfa borða mun minna en áður en engu að síður vandar hún vel hvað hún borðar.

„Ég er að uppgötva þegar ég er að ná mínum 54 árum er að ég þarf að borða mun minna en áður. Í dag nægja mér tvær máltíðir á dag.  Það sem ég er líka að uppgötva er að ég er viðkvæmari fyrir glúteni og jafnvel sykri líka en áður. Sem er mjög eðlilegt þegar meltingarensímum fækkar með aldrinum og það hægist á efnaskiptunum. Þetta eru kærastar sem ég hitti bara sjaldan, en ég nýt þess í botn þegar ég hitti þá. Fyrir mér er mikilvægt að vera með allsnægtar viðhorf. Ég má borða allt sem ég vil, það eru engin boð og bönn, en ég vel að borða mat sem elskar mig til baka í ca. 80 % tilfella. 20 % er lífið sjálft, kæruleysi og listin að njóta,“ segir Margrét. 

Orkumeiri á hreinu mataræði

Finnst þér skipta miklu máli hvað þú borðar þegar kemur að því að huga að orku og úthaldi?

„Ekki spurning, til dæmis þegar ég er á alveg hreinu mataræði eins og ég geri á 10 daga námskeiðunum mínum í hreinu mataræði þá er ég orkumikil, skýr í kollinum og finn fyrir meiri andlegri ró og vellíðan. Þegar ég borða glúten þá veitir það mér skammtíma vellíðan en síðan verð ég mjög syfjuð. Það þýðir samt ekki að ég borði það aldrei en það er bara kærastinn sem ég hitti sjaldan. Annað sem er mjög mikilvægt fyrir mig þegar kemur að orku og úthaldi er svefn. Ég er algjör 8 tíma manneskja á meðan amma mín, Lára Hákonardóttir  var 4 tíma manneskja, alltaf glöð og varð 96 ára. Svona erum við misjöfn,“ segir Margrét og brosir.

Jákvætt viðhorf lykilatriði fyrir vellíðan og góða heilsu

Aðspurð segir Margrét að hún breyti mataræðinu þegar sumri tekur að halla og haustið læðist inn. „Mér finnst það svo gott. Ég leyfi mér allskonar á sumrin, þá er frjálst. Stundum 50/50 stundum 70/30, svo elska ég að komast í góða rútínu þegar haustið nálgast. Fyrir mér er þetta algjörlega spurning um jafnvægi og ég verð að hafa á tilfinningunni að ég sé frjáls og megi gera það sem ég vil. Fyrir mig virka ekki boð og bönn, þá verð ég bara leið og finnst ég eiga dáldið bágt. Ég tem mér jákvætt viðhorf almennt, ég tel að það sé algjört lykilatriði fyrir vellíðan og góða heilsu. Það skiptir líka öllu máli að elska allan mat sem við borðum, líka matinn sem elskar okkur ekki til baka. Ef við erum með samviskubit yfir því sem við borðum þá hefur maturinn enn verri áhrif á okkur. Þannig að ég segi njóta og hugsa vel um allt sem við setjum ofan í okkur.“

Hvernig lítur hefðbundinn dagur út hjá þér þegar kemur að því að raða saman matseðli fyrir daginn?

„Ég tek EQ fiskiolíuna mína alltaf á morgnana. Hún er algjör lykill fyrir barnaexemið sem ég er með.  Svo fer ég í morgungöngtúr með hundinn minn. Þegar ég kem heim drekk ég 2 stór glös af vatni og tek vítamínin mín, ég tek tarnir í mismunandi vítamínum. Núna er ég að taka fjölvítamín, D vítamín og kollagen frá Feel Iceland Ég stunda „intuitive eating“ sem þýðir ég borða þegar ég er svöng og helst ekki eftir kl. 20 á kvöldin. Yfirleitt verð ég ekki svöng fyrr en um hádegi, stundum seinna. Fyrri máltíðin mín er oftast  annað hvort upphitaður matur frá kvöldinu áður, eða grísk jógúrt eða grautur með múslí og berjum.  Ég reyni að borða prótein, fitu og flókin kolvetni í hverri máltíð. Þannig helst blóðsykurinn jafn og þar með orkan líka og góða skapið. Ég finn að þegar ég er dugleg að borða holla fitu þá er ég með mun minni sykurlöngun. Þess vegna reyni ég alltaf að klæða kolvetnin í föt. Ef mig til dæmis langar í súkkulaði þá finnst mér 70 % súkkulaði best og set á það möndlusmjör eða saxa það út í gríska jógúrt eða graut.“

Námskeið á hreinu mataræði í haust

Margrét hefur haldið þó nokkuð mörg námskeið þar sem þátttakendur eru á hreinu mataræði og mun standa fyrir einu slíku 18. september næstkomandi. „Ég verð með námskeið sem heitir 6 + 10 dagar á hreinu mataræði. Þá tökum við saman 6 daga í undirbúning og niðurtröppun og svo tökum við 10 daga þar sem við borðum grænmeti, ávexti, hnetur, fræ, glútenlaust heilkorn og lambakjöt í hófi fyrir þá sem vilja. Þetta er bólgueyðandi mataræði og það er alveg magnað hvað líkaminn er fljótur að launa okkur þegar við gefum honum vandað bensín. Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja auka vellíðan og orku, losa sig við sykurlöngun, slen og bólgur,“ segir Magga og þekkir það vel að eigin reynslu hversu gott þetta er fyrir líkama og sál.

Undursamlega fallegar fennelskeiðar sem gleðja líkama og sál.
Undursamlega fallegar fennelskeiðar sem gleðja líkama og sál. mbl.is/Kristinn Magnússon

Setti niður grænkálsplöntur í matjurtagarðinn

Margrét er afar hugmyndarík þegar kemur að því að galdra fram ljúffenga grænmetisrétti og sérstaklega þegar haustuppskeran kemur í hús. Við á Matarvefnum fengum hana til að deila með lesendum uppskrift af girnilegum haustrétti. „Mig langar að deila með ykkur grænkálssnakki toppað með smjörsteiktum harðfiski og fennel skeiðum með grænkáls/basil pestói og bökuðu grænmeti. Nú þegar nóg er til af girnilegu íslensku grænmeti í verslunum.“

Sjálf er hún matjurtagarð sem hún nostrar við og nýtur þess að fá uppskeruna inn í haus og blómstra í eldhúsinu. „Ég setti niður grænkálsplöntur í vor í matjurtagarðinn minn og nú er uppskerutími. Ég hvet alla til að rækta grænkál heima ef tök eru á. Það er svo auðvelt, grænkál er svo harðgerð og dugleg planta sem þarf frekar litla umsjón. Grænkál er það dökkgræna grænmeti sem er með mestu næringaþéttnina. Ég nota það mikið í græna þeytinga en líka léttsteikt í grænmetisrétti eða sem snakk,“ segir Margrét spennt.

Frumlegur og fallegur réttur hjá Margréti, grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfiski. …
Frumlegur og fallegur réttur hjá Margréti, grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfiski. Gerist ekki betra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haustrétturinn tvist með grænkáli og harðfisk

Haustrétturinn hennar Margrétar á sér sögu. „Sagan er sú að mig langaði til að vera með uppskriftir sem innihalda grænkál. Grænkálssnakkið er fljótlegt og gott og hægt að nota það sem meðlæti með mismunandi máltíðum. Ég ákvað að setja smá tvist á það með smjörsteikta harðfiskinum. Þá ertu með flókin kolvetni í grænkálinu, ólífuolíu sem fitu og smjörið og prótín í harðfisknum. Fennel skeiðarnar lærði ég af þýskri vinkonu minni sem er kennari í kokkaskóla í Berlín. Hún kom í heimsókn til mín í sumar og kenndi mér alls konar spennandi hluti. Hún kenndi mér meðal annars að gerja grænmeti sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Við græjuðum það í krukkur í síðustu viku og það verður tilbúið eftir tvær til þrjár vikur.“

Fyrir áhugasama er hægt nálgast nánari upplýsinga um námskeiðið hennar Margrét hér. Eða á facebook síðunni hennar hér.

Hollt og gott og fegurðin einstök í þessari framsetningu.
Hollt og gott og fegurðin einstök í þessari framsetningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk og fennelskeiðar

Grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk

  • 4 stór blöð grænkál
  • 1-2 msk. hitaþolin olía td. avókadóolía eða góð ólífuolía 

Aðferð:

  1. Skolið grænkálið og þerrið það
  2. Takið grænkálið af stönglinum, rífið það í bita og setjið í skál
  3. Setjið olíuna yfir og nuddið aðeins
  4. Saltið aðeins með sjávarsalti (má sleppa því harðfiskurinn er saltur)
  5. Bakið í ofni við 150°C á blæstri í 12-15 mínútur.
  6. Látið kólna í 5 mínútur áður en þið berið það fram. 

Smjörsteiktur harðfiskur

  • 1 bolli bitafiskur (ég notaði bitafisk frá Gullfiski, þorsk)
  • smjör eftir smekk
  • 1 msk. næringager (ef vill)

Aðferð:

  1. Setjið einn bolla af harðfiski í blandara og blandið þar til hann er fínhakkaður.
  2. Bræðið smjör á pönnu og bætið fínhökkuðum harðfisk á pönnuna og léttsteiktið.
  3. Bætið 1 msk. af næringageri út á pönnuna ef vill (má sleppa)
  4. Þegar þið eruð búin að taka grænkálið út, toppið þið það með smjörsteiktum harðfisk.
  5. Berið fram á fallegu bretti eða fati sem laðar augað. 

Fennel skeiðar með grænkáls/basil pestói og bökuðu grænmet

Fennel skeiðar

  • 1-2 stykki fennel

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Skerið endann af fennelinu og takið það í sundur.
  3. Setjið á ofnplötu með smá olíu og bakið í um það bil 15 mínútur á 160°C hita í ofni.

Bakað grænmeti

(má nota hvaða grænmeti sem er)

  • gulrætur eftir smekk
  • paprikur eftir smekk
  • brokkolí eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Skerið grænmetið eins og ykkur langar að hafa það.
  3. Setjið á ofnplötu með smá olíu og bakið í um það bil 10 mínútur á 160°C hita í ofni.

Grænkáls/basil pestó

  • 1 dl kasjúhnetur eða sólblómafræ (gott að leggja í bleyti í 6 tíma)
  • 2 dl grænkál án stöngla
  • Væn lúka fersk basilíka
  • 2-3 döðlur
  • 1-2 msk .sítrónusafi
  • 2-3 msk. vatn
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • ½-1 dl kaldpressuð ólífuolía 

Aðferð:

  1. Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel.

Samsetning:

  1. Setið grænkálspestó í fennelskeiðina og raðið síðan bakaða grænmetinu ofan á.
  2. Gaman að gera það á listrænan og fallegan hátt og hver og einn getur gert þetta með sínu nefi.
  3. Njótið vel.
Upplagt að bjóða upp á þetta grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk …
Upplagt að bjóða upp á þetta grænkálssnakk með smjörsteiktum harðfisk í næsta heimboðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is