Dómstóll í Íran hefur skipað bandarísku ríkistjórninni að greiða 330 milljónir dala, eða um 43 milljarða króna, í bætur fyrir að hafa lagt á ráðin um valdarán í Íran árið 1980.
Dómstóll í Íran hefur skipað bandarísku ríkistjórninni að greiða 330 milljónir dala, eða um 43 milljarða króna, í bætur fyrir að hafa lagt á ráðin um valdarán í Íran árið 1980.
Dómstóll í Íran hefur skipað bandarísku ríkistjórninni að greiða 330 milljónir dala, eða um 43 milljarða króna, í bætur fyrir að hafa lagt á ráðin um valdarán í Íran árið 1980.
Aðeins ári eftir írönsku byltinguna 1979, sem kollvarpaði stjórnarfarinu úr keisaradæmi undir stjórn Íranskeisara í íslamskt lýðveldi, reyndi hópur hermanna að steypa nýju ríkisstjórninni af stóli.
Ríkismiðill landsins (IRNA) segir að uppreisnarmennirnir hafi verið leiddir af Saeed Mahdiyoun, fyrrverandi herforingja í íranska flughernum. Kemur þar einnig fram að höfuðstöðvar þeirra hafi verið í herflugstöðinni Nojeh í Hamedan-héraði.
Fjöldi manna beggja vegna átakanna lét lífið og margir tugir manns voru handteknir í kjölfar þeirra.
„Þeirra markmið var að hrifsa völd á herstöðvum víða um landið og ráðast á herstjórnarleg setur og heimili byltingarleiðtogans [Ayatollah Ruhollah Khomeini]. Aftur á móti var komið í veg fyrir þeirra áform,“ segir á vefsíðu dómsins.
Í fyrra fóru aðstandendur þeirra sem létust í átökunum í mál og kröfðust skaðabóta. Sökuðu þeir þá Bandaríkin um að hafa lagt á ráðin um valdaránið.
Dómstóllinn dæmdi aðstandendunum í hag og skipar nú „bandarísku ríkisstjórninni að greiða ákærendum 30 milljónir dala í bætur vegna eignatjóns og siðferðislegs skaða, auk 300 milljóna í refsibætur.“
Íran og Bandaríkin hafa ekki átt í stjórnmálasambandi eftir átökin 1979.