„Heilt yfir má telja að það hafi dregið úr brottkasti. Ástandið er engu að síður það að brottkast er greint í 20% flugferða það sem af er ári,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, í samtali við 200 mílur sem fylgir Morgunblaðinu í dag.
„Heilt yfir má telja að það hafi dregið úr brottkasti. Ástandið er engu að síður það að brottkast er greint í 20% flugferða það sem af er ári,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, í samtali við 200 mílur sem fylgir Morgunblaðinu í dag.
„Heilt yfir má telja að það hafi dregið úr brottkasti. Ástandið er engu að síður það að brottkast er greint í 20% flugferða það sem af er ári,“ segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, í samtali við 200 mílur sem fylgir Morgunblaðinu í dag.
Hlutfallið er töluvert minna en 2021 þegar sást brottkast í 44,26% af eftirlitsflugi stofnunarinnar og 30,92% árið 2022.
„Ef horft er á einstök veiðarfæri þá má sjá að það er hækkun í greindu brottkasti á handfæraveiðum en verulega hefur dregið úr brottkasti á grásleppunetum,“ segir Elín.
Nánari umfjöllun er að finna í blaði 200 mílna í Morgunblaðinu í dag.