Brim hf. hefur fengið stærstu hlutdeildina í kvóta fiskveiðiársins 2022/2023 sem stakur aðili hefur fengið eða 10,44% allra fiskígildistonna sem Fiskistofa hefur úthlutað. Alls eru fimm fyrirtæki sem fá mestan kvóta með meira en þriðjungshlut í heildarkvóta.
Brim hf. hefur fengið stærstu hlutdeildina í kvóta fiskveiðiársins 2022/2023 sem stakur aðili hefur fengið eða 10,44% allra fiskígildistonna sem Fiskistofa hefur úthlutað. Alls eru fimm fyrirtæki sem fá mestan kvóta með meira en þriðjungshlut í heildarkvóta.
Brim hf. hefur fengið stærstu hlutdeildina í kvóta fiskveiðiársins 2022/2023 sem stakur aðili hefur fengið eða 10,44% allra fiskígildistonna sem Fiskistofa hefur úthlutað. Alls eru fimm fyrirtæki sem fá mestan kvóta með meira en þriðjungshlut í heildarkvóta.
Nýtt fiskveiðiár bryjar 1. september og var 360 skipum í eigu 282 aðila úthlutað kvóta, að því er segir í tilkynningu á vef Fiskistofu.
Úthlutun í þorski er rúm 166 þúsund þorskígildistonn en var tæp 164 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu er rúm 55 þúsund þorskígildistonn og hækkar um 7 þúsund þorskígildistonn milli ára.
Sem fyrr er Brim með stærstu hlutdeildina en á eftir fylgir Ísfélagið hf. með 7%, svo Samherji með 6,93%, FISK Seafood með 6,14% og svo Þorbjörn með 5,33%. Samanlagt eru þessi fimm fyrirtæki því með 35,84% af veiðiheimidunum sem Fiskistofa hfeur úthlutað. Hafa ber þó í huga að ekki hefru varið úthlutað í öllum tegundum og kann því þessi listi að taka breytingum. T.a.m. verður loðnukvóta líklega úthlutað í október.
Guðmundur í Nesi RE sem Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. gerir út hefur fengið mestu úthlutunina og er með 11.056 þorskígildistonn. Á eftir fylgir Sólberg ÓF, togari nýs sameinaðsfélags Ísfélag hf., með 9.840 þorskígildistonn og svo togari Brims Örfirisey RE með 7.978 þorskígildistonn.
Af leyfðum heildarafla eru dregin frá 5,3% og fara 2.442 tonn í skel og rækjubætur 2.442 tonn, 6.500 tonn í byggðakvóta til fiskiskipa og byggðakvóti Byggðastofnunar verður 6.584 tonn. Þá er strandveiðum úthlutað 11.100 tonn, línuívilnun 2.025 tonn og frístundaveiðum 200 tonn.
Frma kmeur í tilkynningu Fiskistofu að úthlutun skel- og rækjubóta má vænta í næstu viku.