Bachelorette-þátttakandi látinn

Instagram | 29. ágúst 2023

Bachelorette-þátttakandi látinn

Raunveruleikastjarnan Josh Seiter er látinn, 36 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti The Bachelorette.

Bachelorette-þátttakandi látinn

Instagram | 29. ágúst 2023

Josh Seiter var meðal þátttakenda í 11. þáttaröð The Bachelorette.
Josh Seiter var meðal þátttakenda í 11. þáttaröð The Bachelorette. Samsettt mynd

Raunveruleikastjarnan Josh Seiter er látinn, 36 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti The Bachelorette.

Raunveruleikastjarnan Josh Seiter er látinn, 36 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti The Bachelorette.

Fjölskylda Seiters greindi frá andlátinu í færslu á Instagram í gærdag en ekki var sagt frá því hvernig hann lést. Seiter er sagður hafa átt við andleg veikindi að stríða og hvatti fjölskylda hans alla þá sem væru að upplifa erfiðleika til að leita sér hjálpar.

Seiter tók þátt í 11. þáttaröð raunveruleikaseríunnar þegar Kaitlyn Bristowe leitaði sér vonbiðils. Seiter var sendur heim í fyrstu viku.

Ef þú upplifir sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is