Írönsk stjórnvöld hafa ráðist á og ógnað fjölskyldum þeirra sem íranskar öryggissveitir myrtu í tengslum við mótmæli þar í landi á síðasta ári.
Írönsk stjórnvöld hafa ráðist á og ógnað fjölskyldum þeirra sem íranskar öryggissveitir myrtu í tengslum við mótmæli þar í landi á síðasta ári.
Írönsk stjórnvöld hafa ráðist á og ógnað fjölskyldum þeirra sem íranskar öryggissveitir myrtu í tengslum við mótmæli þar í landi á síðasta ári.
Uppreisn í þágu kvenfrelsis hófst í Íran á síðasta ári í kjölfar dauða Möhsu Amini, en hún var myrt í varðhaldi lögreglu þann 16. september 2022, eftir að hún var handtekin fyrir að bera höfuðklút sinn á óviðeigandi hátt.
Samkvæmt skýrslu Amnesty hafa írönsk yfirvöld ítrekað brotið mannréttindalög með meðferð sinni á fjölskyldum fórnarlambanna, þar á meðal með órökstuddum og óréttlátum handtökum og ákærum. Hafa þær í sumum tilfellum leitt til fangelsisvista, harkalegra tilburða við yfirheyrslur og hafa sumir verið dæmdir til að þola svipuhögg.
Þess að auki hafa ótal skemmdarverk verið unnin á legsteinum og friðsamlegar samkomur við grafreiti hindraðar. Síendurtekin skemmdarverk hafa verið unnin á legsteini Möhsu Amini.
Segir Amnesty írönsk stjórnvöld ítrekað hafa brugðist fjölskyldunum og að enginn opinber aðili hafi verið látinn sæta ábyrgð til þessa á morðum öryggissveitanna.
Diana Eltaway, svæðisstjóri Amnesty International fyrir Mið-Austurlönd og Norður-Afríku, segir alþjóðasamfélagið verða að beita írönsk stjórnvöld þrýstingi og lýsa yfir stuðningi sínum við fjölskyldurnar.
„Alþjóðasamfélagið verður að styðja fjölskyldur fórnarlambanna með því að þrýsta á írönsk stjórnvöld að virða réttinn til tjáningar- og fundafrelsis.“
Skýrsla Amnesty International greinir frá málum 36 fjölskyldna fórnarlamba frá tíu héruðum vítt og breitt um Íran sem sætt hafa mannréttindabrotum á undanförnum mánuðum.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.