„Þessu verður aldrei lokið 2033 eða 2034“

Borgarlínan | 29. ágúst 2023

„Þessu verður aldrei lokið 2033 eða 2034“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir umfang einstakra þátta samgöngusáttmálans kalla á endurskoðun á tímalínu verkefnisins, auk þess sem hann telur eðlilegt að fara yfir kostnaðarhluta verkefnisins með tilliti til þess að samgönguvísitala hefur hækkað um 30%. 

„Þessu verður aldrei lokið 2033 eða 2034“

Borgarlínan | 29. ágúst 2023

Unnið er að uppfærslu á samgöngusáttmálanum.
Unnið er að uppfærslu á samgöngusáttmálanum. mbl.is/Hákon Pálsson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra seg­ir um­fang ein­stakra þátta sam­göngusátt­mál­ans kalla á end­ur­skoðun á tíma­línu verk­efn­is­ins, auk þess sem hann tel­ur eðli­legt að fara yfir kostnaðar­hluta verk­efn­is­ins með til­liti til þess að sam­göngu­vísi­tala hef­ur hækkað um 30%. 

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra seg­ir um­fang ein­stakra þátta sam­göngusátt­mál­ans kalla á end­ur­skoðun á tíma­línu verk­efn­is­ins, auk þess sem hann tel­ur eðli­legt að fara yfir kostnaðar­hluta verk­efn­is­ins með til­liti til þess að sam­göngu­vísi­tala hef­ur hækkað um 30%. 

Við erum svona í upp­færslu á þessu verk­efni. Þetta er auðvitað risa­stórt verk­efni en það er hluti af púsl­inu um það hvernig við ætl­um að byggja upp sam­göng­ur á Íslandi. Það sem við erum að gera með sam­göngusátt­mál­an­um þar að segja,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í ráðherra­bú­staðnum í dag. 

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði í Dag­mál­um á laug­ar­dag að kostnaður vegna sam­göngusátt­mál­ans væri slík­ur að end­ur­skoða þyrfti all­ar for­send­ur fyr­ir sam­komu­lag­inu. 

Verk­efnið vaxið að um­fangi

Sig­urður tek­ur í svipaðan streng og Bjarni. Hann seg­ir verk­efnið hafa vaxið að um­fangi eft­ir að það fór af skil­grein­ing­ar- og frum­hönn­un­arstigi yfir á hönn­un­arstig og síðar fram­kvæmd­arstig. Á sama tíma hef­ur sam­göngu­vísi­tala hækkað um 30% sem hef­ur áhrif á öll verk­efni á land­inu. 

„Þannig að það er al­veg eðli­legt að fara yfir þann hluta. Ein­ung­is um­fangið af ein­stök­um verk­efn­um kall­ar líka á end­ur­skoðun á tíma­línu, sem sagt út frá verk­fræðileg­um for­send­um – hvernig er hægt að fara í svona mikl­ar fram­kvæmd­ir á tíma,“ seg­ir Sig­urður og vís­ar til þess að árið 2019 var áætlað að verk­efn­in yrðu fram­kvæmd á næstu 15 árum. 

Að því sögðu tel­ur Sig­urður ekki óeðli­legt að skoða fram­leng­ingu á sátt­mál­an­um. 

„Þessu verður aldrei lokið 2033 eða 2034,“ seg­ir hann. 

Um þess­ar mund­ir eru unnið að því að end­ur­skoða sátt­mál­ann og ger­ir Sig­urður ráð fyr­ir að verk­efnið muni skýr­ast í haust. 

Breytt­ar for­send­ur verk­efn­is­ins

Hafa for­send­urn­ar breyst mikið frá því að samn­ing­ur­inn var gerður upp­runa­lega?

„Já þær hafa breyst mikið. Fyrst og fremst í verk­efn­inu sjálfu,“ seg­ir Sig­urður og nefn­ir sem dæmi Sæ­braut­ar­stokk. 

Upp­runa­lega var verk­efnið áætlað með stór­um mis­læg­um gatna­mót­um en nú er svo komið að verk­efnið er orðið lausn sem verður ein for­senda Sunda­braut­ar, seg­ir Sig­urður og þá er verk­efnið orðið mun um­fangs­meira. 

Staðið til í marga ára­tugi

Í þessu sam­hengi nefn­ir Sig­urður einnig Arn­ar­nes­veg­inn. „Ef ég man rétt þá var kostnaður við hann svona 2,5-3 millj­arðar árið 2019 en ég held að hann sé kom­inn í eitt­hvað um 6 millj­arða,“ seg­ir hann. 

Hvernig horf­ir gagn­rýni íbúa á svæðinu við þér?

„Þetta er nátt­úru­lega verk­efni sem hef­ur staðið til í marga ára­tugi, ég held svona að ef menn setj­ast yfir heild­ar­mynd­ina og sjá hvernig sam­göngu­kerfi eiga að virka þá verður auðvitað að fylgja því eft­ir.

Eðli­lega hafa ein­hverj­ir at­huga­semd­ir við það. Ég á nú von á því, að í gegn­um ferlið, að það hafi þrátt fyr­ir allt verið tekið eitt­hvað til­lit til þeirra,“ seg­ir Sig­urður að lok­um. 

mbl.is