Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir umfang einstakra þátta samgöngusáttmálans kalla á endurskoðun á tímalínu verkefnisins, auk þess sem hann telur eðlilegt að fara yfir kostnaðarhluta verkefnisins með tilliti til þess að samgönguvísitala hefur hækkað um 30%.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir umfang einstakra þátta samgöngusáttmálans kalla á endurskoðun á tímalínu verkefnisins, auk þess sem hann telur eðlilegt að fara yfir kostnaðarhluta verkefnisins með tilliti til þess að samgönguvísitala hefur hækkað um 30%.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir umfang einstakra þátta samgöngusáttmálans kalla á endurskoðun á tímalínu verkefnisins, auk þess sem hann telur eðlilegt að fara yfir kostnaðarhluta verkefnisins með tilliti til þess að samgönguvísitala hefur hækkað um 30%.
„Við erum svona í uppfærslu á þessu verkefni. Þetta er auðvitað risastórt verkefni en það er hluti af púslinu um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngur á Íslandi. Það sem við erum að gera með samgöngusáttmálanum þar að segja,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í dag.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Dagmálum á laugardag að kostnaður vegna samgöngusáttmálans væri slíkur að endurskoða þyrfti allar forsendur fyrir samkomulaginu.
Sigurður tekur í svipaðan streng og Bjarni. Hann segir verkefnið hafa vaxið að umfangi eftir að það fór af skilgreiningar- og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig og síðar framkvæmdarstig. Á sama tíma hefur samgönguvísitala hækkað um 30% sem hefur áhrif á öll verkefni á landinu.
„Þannig að það er alveg eðlilegt að fara yfir þann hluta. Einungis umfangið af einstökum verkefnum kallar líka á endurskoðun á tímalínu, sem sagt út frá verkfræðilegum forsendum – hvernig er hægt að fara í svona miklar framkvæmdir á tíma,“ segir Sigurður og vísar til þess að árið 2019 var áætlað að verkefnin yrðu framkvæmd á næstu 15 árum.
Að því sögðu telur Sigurður ekki óeðlilegt að skoða framlengingu á sáttmálanum.
„Þessu verður aldrei lokið 2033 eða 2034,“ segir hann.
Um þessar mundir eru unnið að því að endurskoða sáttmálann og gerir Sigurður ráð fyrir að verkefnið muni skýrast í haust.
Hafa forsendurnar breyst mikið frá því að samningurinn var gerður upprunalega?
„Já þær hafa breyst mikið. Fyrst og fremst í verkefninu sjálfu,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi Sæbrautarstokk.
Upprunalega var verkefnið áætlað með stórum mislægum gatnamótum en nú er svo komið að verkefnið er orðið lausn sem verður ein forsenda Sundabrautar, segir Sigurður og þá er verkefnið orðið mun umfangsmeira.
Í þessu samhengi nefnir Sigurður einnig Arnarnesveginn. „Ef ég man rétt þá var kostnaður við hann svona 2,5-3 milljarðar árið 2019 en ég held að hann sé kominn í eitthvað um 6 milljarða,“ segir hann.
Hvernig horfir gagnrýni íbúa á svæðinu við þér?
„Þetta er náttúrulega verkefni sem hefur staðið til í marga áratugi, ég held svona að ef menn setjast yfir heildarmyndina og sjá hvernig samgöngukerfi eiga að virka þá verður auðvitað að fylgja því eftir.
Eðlilega hafa einhverjir athugasemdir við það. Ég á nú von á því, að í gegnum ferlið, að það hafi þrátt fyrir allt verið tekið eitthvað tillit til þeirra,“ segir Sigurður að lokum.