Næturstrætó hefur göngu að nýju í Hafnarfirði

Strætó | 30. ágúst 2023

Næturstrætó hefur göngu að nýju í Hafnarfirði

Næturstrætó hefur göngu sína brátt að nýju í Hafnarfirði, en bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti tillöguna á fundi í dag. 

Næturstrætó hefur göngu að nýju í Hafnarfirði

Strætó | 30. ágúst 2023

Strætó
Strætó mbl.is/Hjörtur

Næturstrætó hefur göngu sína brátt að nýju í Hafnarfirði, en bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti tillöguna á fundi í dag. 

Næturstrætó hefur göngu sína brátt að nýju í Hafnarfirði, en bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti tillöguna á fundi í dag. 

Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og fulltrúi Hafnarfjarðar í nefnd Strætó, segir um tímabundið verkefni að ræða og að sveitarfélagið muni óska eftir því við Strætó að næturakstur um helgar hefjist að nýju á milli höfuðborgarinnar og Hafnarfjarðar. 

Koma til móts við unga fólkið

„Það hefur verið kallað eftir þessu og okkur þykir eðlilegt að prófa þetta aftur,“ segir Kristín en hún segir ákvörðunina einnig tekna í takt við ákvörðun Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar um að hefja næturakstur um helgar að nýju.

„Við sjáum fyrir okkur að við séum að koma til móts við unga fólkið og ekki síður þá eldri.“

Þjónustan mest nýtt í Hafnarfirði

Kristín segir þjónustuna hafa verið lagða niður á síðasta ári þar sem nýting þjónustunnar hafi heilt yfir sveitarfélögin ekki verið nógu góð. Hins vegar hafi nýting verið mest til Hafnarfjarðarbæjar á sínum tíma og því vilji sveitarfélagið skoða að taka þjónustuna upp að nýju. 

„Við viljum skoða hvort sú sé raunin aftur nú og það verða gerðar mælingar til að gefa okkur betri mynd af þörfinni.“

mbl.is