Auðjöfurinn Elon Musk hefur aflétt banni á auglýsingum stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter.
Auðjöfurinn Elon Musk hefur aflétt banni á auglýsingum stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter.
Auðjöfurinn Elon Musk hefur aflétt banni á auglýsingum stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin sé til þess fallin að „byggja ofan á skuldbindingar okkar við tjáningarfrelsi“. Banninu verður fyrst aflétt í Bandaríkjunum.
Ákvörðunin er tekin stuttu eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, birti sakborningsmynd sína á miðlinum. Fyrir neðan myndina stóð með hástöfum: „Kosningaafskipti“ og „Aldrei gefast upp“ ásamt hlekk á vefsíðu hans.
Var það fyrsta færsla Trumps á miðlinum í tvö ár en reikningi hans á miðlinum var lokað fyrir fullt og allt í kjölfar óeirðanna á þinghúsið árið 2021. Trump öðlaðist síðan óvænt aðgang að reikningi sínum að nýju eftir að Musk keypti miðilinn.