Himneskir bláberjasnúðar með kaffinu

Uppskriftir | 31. ágúst 2023

Himneskir bláberjasnúðar með kaffinu

Nú er uppskerutíminn og íslensku aðalbláberin fullþroskuð. Nýtínd íslensk aðalbláber eru hreint sælgæti og lag að nýta þau í baksturinn. Við á matarvefnum mælum með þessum himnesku bláberjasnúðum sem koma úr smiðju Lindu Ben uppskriftahöfundar sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben. Snúðarnir eru án eggja og mjólkurafurða og bragðast einstaklega vel, eru dúnmjúkir og ljúffengir. Í þeim er hafraskyr sem er einstaklega gott í bakstur og gefur deiginu gott bláberjabragð fyrir þá sem vilja fá berjabragðið beint í æð.

Himneskir bláberjasnúðar með kaffinu

Uppskriftir | 31. ágúst 2023

Himneskir bláberjasnúðar sem steinliggja með kaffinu. Upplagt að nýta nýja …
Himneskir bláberjasnúðar sem steinliggja með kaffinu. Upplagt að nýta nýja uppskeru í þessa snúða. Ljósmynd/Linda Ben

Nú er upp­skeru­tím­inn og ís­lensku aðal­blá­ber­in fullþroskuð. Nýtínd ís­lensk aðal­blá­ber eru hreint sæl­gæti og lag að nýta þau í bakst­ur­inn. Við á mat­ar­vefn­um mæl­um með þess­um himnesku blá­berja­snúðum sem koma úr smiðju Lindu Ben upp­skrifta­höf­und­ar sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Linda Ben. Snúðarn­ir eru án eggja og mjólkuraf­urða og bragðast ein­stak­lega vel, eru dún­mjúk­ir og ljúf­feng­ir. Í þeim er hafra­skyr sem er ein­stak­lega gott í bakst­ur og gef­ur deig­inu gott blá­berja­bragð fyr­ir þá sem vilja fá berja­bragðið beint í æð.

Nú er upp­skeru­tím­inn og ís­lensku aðal­blá­ber­in fullþroskuð. Nýtínd ís­lensk aðal­blá­ber eru hreint sæl­gæti og lag að nýta þau í bakst­ur­inn. Við á mat­ar­vefn­um mæl­um með þess­um himnesku blá­berja­snúðum sem koma úr smiðju Lindu Ben upp­skrifta­höf­und­ar sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Linda Ben. Snúðarn­ir eru án eggja og mjólkuraf­urða og bragðast ein­stak­lega vel, eru dún­mjúk­ir og ljúf­feng­ir. Í þeim er hafra­skyr sem er ein­stak­lega gott í bakst­ur og gef­ur deig­inu gott blá­berja­bragð fyr­ir þá sem vilja fá berja­bragðið beint í æð.

Í þess­ari upp­skrift er deigið snúið sam­an og út­bú­inn er eins kon­ar snú­inn snúður. Linda ákvað að breyta til og er hrif­in af þessu út­liti. Hægt er að fylgj­ast með Lindu baka þessa dá­sam­legu snúða og trix­inu henn­ar á In­sta­gram hér fyr­ir neðan.

Blá­berja­snúðar

  • 7 g þurr­ger
  • 200 ml volgt vatn
  • 150 ml hafra­skyr með blá­berj­um frá Veru Örnu­dótt­ur
  • 80 g brætt jurta/veg­an smjör
  • 450 g hveiti
  • 1 dl syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 250 g blá­berja­sulta
  • 1 msk. perlu­syk­ur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja hafra­skyrið í skál, hitið vatnið að suðu og hellið út í jóg­úrt­ina, blandið sam­an, en bland­an á að vera volg. Bætið ger­inu út í og hrærið.
  2. Setjið hveitið í skál­ina, bætið út í sykr­in­um og salt­inu.
  3. Bræðið jurta­smjörið og hellið í skál­ina, hnoðið öllu vel sam­an.
  4. Látið deigið hef­ast í 1–1 ½ klukku­stund eða þangað til deigið hef­ur tvö­fald­ast að stærð.
  5. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C, und­ir- og yf­ir­hita.
  6. Þegar deigið hef­ur hef­ast, dreifið þá svo­litlu af hveiti á borðið, takið deigið úr skál­inni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt.
  7. Smyrjið blá­berja­sult­unni á deigið.
  8. Frá lengri hliðunum, brjótið upp á deigið þannig að deigið legg­ist sam­an og end­arn­ir mæt­ist í miðju.
  9. Skerið lengj­una í u.þ.b. 2 cm ræm­ur, snúið upp á hverja ræmu og rúllið svo upp. Hér þarf alls ekki að hafa áhyggj­ur af að gera hlut­ina of full­komna, þess­ir snúðar eru fal­leg­ir sama hversu vel snún­ing­ur­inn heppn­ast.
  10. Raðið á smjörpapp­írsklædda ofn­plötu. Dreifið perlu­sykri yfir snúðana og bakið í u.þ.b. 30 mín­út­ur eða þar til snúðarn­ir eru orðnir gulln­ir á lit.

.

mbl.is