„Stolti Drengurinn“ Dominic Pezzola, hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið, Capitol Hill, í janúar 2021.
„Stolti Drengurinn“ Dominic Pezzola, hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið, Capitol Hill, í janúar 2021.
„Stolti Drengurinn“ Dominic Pezzola, hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið, Capitol Hill, í janúar 2021.
Samkvæmt frétt BBC var Pezzola fundinn sekur um að ráðast á lögregluþjóna og fyrir að hindra lögreglustörf.
Pezzola var félagsmaður öfgasamtakanna The Proud Boys eða „Stoltu Drengirnir“ en hópurinn byrjaði sem drykkjuhópur en þróaðist yfir í öfgahóp stuðningsmanna Donald Trumps.
Álitu félagsmenn sig sem fótgönguliða Trumps og voru meðal þeirra fyrstu til að brjóta sér leið inn í þinghúsið í kjölfar ósigurs hans í forsetakosningunum 2020. Trump er talinn hafa hvatt til óeirðanna með ummælum sínum um að kosningunum hafi verið stolið.
Pezzola var einn þeirra sem gekk í forystu óeirðaseggjanna og brúkaði hann lögregluskjöld til að brjóta sér leið inn í þinghúsið. Atvikið náðist á myndbandsupptöku en Pezzola birti einnig klippu af sér þar sem má sjá hann kveikja sér í vindli til að fagna afrekinu.
Annar „Stoltur Drengur“, Ethan Nordean, fer fyrir dóm á föstudag. Joe Biggs einn leiðtoga hópsins var dæmdur í 17 ára fangelsi í gær, en félagi hans Zachary Rehl hlaut 15 ára fangelsisdóm.
Fyrir hafa sex men menn úr öfgasamtökunum Oath Keepers verið sakfeldir fyrir sína aðild að óeirðunum.