Bandarískur jarðvísindamaður gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem sjónvarpsstjarnan Martha Stewart hefur sætt fyrir að setja mola úr ísjaka í drykkinn sinn. Segir hann ekki skipta máli hvort jökullinn bráðni í sjónum eða í glasi sjónvarpsstjörnunnar.
Bandarískur jarðvísindamaður gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem sjónvarpsstjarnan Martha Stewart hefur sætt fyrir að setja mola úr ísjaka í drykkinn sinn. Segir hann ekki skipta máli hvort jökullinn bráðni í sjónum eða í glasi sjónvarpsstjörnunnar.
Bandarískur jarðvísindamaður gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem sjónvarpsstjarnan Martha Stewart hefur sætt fyrir að setja mola úr ísjaka í drykkinn sinn. Segir hann ekki skipta máli hvort jökullinn bráðni í sjónum eða í glasi sjónvarpsstjörnunnar.
Washington Post leitaði álits hjá Eric Rignot sem er prófessor við Kaliforníuháskóla í Irvine.
Athygli vakti í vikunni að Stewart, sem nýlega hafði verið í heimsókn á Íslandi, setti brot úr Grænlandsjökli í kokteilglasið sitt. Birti hún mynd af því á Instagram þar sem tæpar tvær milljónir fylgja henni.
„Það er ekki eins og hún hafi farið upp á jökul og tekið brot úr honum. Ísjakar fljóta nú þegar í sjónum og bráðna hægt og rólega. Það skiptir ekki máli hvort þeir bráðni í sjónum eða glasi,“ sagði Rignot.
Stewart tók molann vissulega upp úr sjónum og setti í glas sitt og þótti fólki það vanvirðing við náttúruna. „Hlýnun jarðar og bráðnun jöklanna, en við þurfum ísjaka í kokteila?“ spurði einn fylgjandi hennar á Instagram.