Umfangsmiklar æfingar hjá Freyju

Landhelgisgæslan | 1. september 2023

Umfangsmiklar æfingar hjá Freyju

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði leitar- og björgunaraðgerðir með áhöfn danska varðskipsins Hvidbjornen og færeyska varðskipsins Brimil, suðvestur af Færeyjum í vikunni.

Umfangsmiklar æfingar hjá Freyju

Landhelgisgæslan | 1. september 2023

Æfingar við færeyska varðskipið Brimil.
Æfingar við færeyska varðskipið Brimil. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði leitar- og björgunaraðgerðir með áhöfn danska varðskipsins Hvidbjornen og færeyska varðskipsins Brimil, suðvestur af Færeyjum í vikunni.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði leitar- og björgunaraðgerðir með áhöfn danska varðskipsins Hvidbjornen og færeyska varðskipsins Brimil, suðvestur af Færeyjum í vikunni.

Samæfing sem þessi er reglulega haldin og er sérlega mikilvæg til að samhæfa viðbrögð danska sjóhersins, færeysku strandgæslunnar og Landhelgisgæslunnar, segir í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, til mbl.is.

Fyrsta æfingin hófst á reykköfunaræfingum um borð í færeyska varðskipinu. Æfingin gekk út á það að finna þrjá menn sem voru týndir. Tvö teymi reykkafara voru send frá Freyju um borð í Brimil og vel gekk að leysa þau verkefni sem lögð voru fyrir áhöfnina.

Áhöfn Freyju skoðar sig um.
Áhöfn Freyju skoðar sig um. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Fjórir „skipverjar“ í sjóinn

Seinni æfingin fólst í því æfa viðbrögð við strandi skips sem síðar sökk við norðanverða eyjuna Koltur. Æft var við Hestey, Koltur og suður á Guttagrunn með áhöfn Hvítabjörnsins. 

Áhafnir varðskipanna þurftu að finna fjóra „skipverja“ sem fallið höfðu í sjóinn. Um var að ræða umfangsmikið leitarsvæði sem reiknað var út af björgunarmiðstöðinni í Þórshöfn. 

Æfingarnar gengu afar vel og fara í reynslubanka allra sem að komu, segir að lokum í svari Ásgeirs. 

Fjölmargir komu að umfangsmiklum æfingum.
Fjölmargir komu að umfangsmiklum æfingum. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
mbl.is