Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ummæli félagasamtaka smábátaeigenda, strandveiðimanna, fiskframleiðenda og útflytjenda koma sér á óvart, enda hafi ferli vinnu þeirra í samráðsnefnd verið útskýrt vel fyrir þeim frá upphafi.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ummæli félagasamtaka smábátaeigenda, strandveiðimanna, fiskframleiðenda og útflytjenda koma sér á óvart, enda hafi ferli vinnu þeirra í samráðsnefnd verið útskýrt vel fyrir þeim frá upphafi.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ummæli félagasamtaka smábátaeigenda, strandveiðimanna, fiskframleiðenda og útflytjenda koma sér á óvart, enda hafi ferli vinnu þeirra í samráðsnefnd verið útskýrt vel fyrir þeim frá upphafi.
Samtökin gáfu frá sér sameiginlega tilkynningu í dag þar sem þau kölluðu vinnubrögð ráðherra forkastanleg. Segir í tilkynningunni að félagasamtökin hafi ekki fengið að koma sínum athugasemdum á framfæri við gerð skýrslu starfshópa Auðlindarinnar okkar.
„Þau eru fyrst og fremst að gera athugasemdir við formið, frekar heldur en innihaldið,“ segir Svandís í samtali við mbl.is
„Þetta hefur verið gagnsætt ferli frá byrjun og verkefnið sem slíkt var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í fyrravor og þar með skipulag vinnunnar. Því kemur á óvart að gerðar séu athugasemdir á þessum tímapunkti.“
Spurð hvert hlutverk samráðsnefndar sé í raun í slíku ferli og hvort samtökin, sem öll sátu í nefndinni, hafi fengið færi á að koma sínum athugasemdum við skýrslunni á framfæri segir Svandís fjölmarga fundi hafa verið setna og ferlið kynnt vel fyrir þeim.
„Það voru fjölmargir fundir í samráðsnefnd þar sem rædd voru og reifuð sjónarmið allan tímann. Þeim sjónarmiðum var öllum haldið til haga í vinnunni. Hins vegar er skýrslan sem skilað er skýrsla starfshópana, ekki skýrsla samráðsnefndarinnar, og þetta ferli lá fyrir allan tímann.“
Svandís segir það því koma henni á óvart að samtökin geri athugasemdir við ferlið núna, en ekki á meðan á því stóð.