Þyngsti dómurinn til þessa

Þyngsti dómurinn til þessa

Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi Prod Boys-samtakanna, hlaut í dag 22 ára fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í innrásinni í þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Þetta er þyngsti dómurinn sem fallið hefur í tengslum við innrásina í þinghúsið. 

Þyngsti dómurinn til þessa

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 | 5. september 2023

Enrique Tarrio, t.v., og Joe Biggs, t.h., hafa báðir hlotið …
Enrique Tarrio, t.v., og Joe Biggs, t.h., hafa báðir hlotið þunga fangelsisdóma vegna innrásarinnar í þinghúsið í Washington. Myndin er tekin á mótmælendafundi árið 2019. AFP/John Rudoff

Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi Prod Boys-samtakanna, hlaut í dag 22 ára fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í innrásinni í þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Þetta er þyngsti dómurinn sem fallið hefur í tengslum við innrásina í þinghúsið. 

Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi Prod Boys-samtakanna, hlaut í dag 22 ára fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í innrásinni í þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Þetta er þyngsti dómurinn sem fallið hefur í tengslum við innrásina í þinghúsið. 

Saksóknari fór fram á 33 ára fangelsisdóm yfir Tarrio en verjandi hans óskaði þess að hann fengi ekki meira en 15 ár í fangelsi. 

Proud Boys-samtökin leiddu innrásina inn í þinghúsið og var Tarrio leiðtogi þeirra. 

Tarrio og fjöldi annarra liðsmanna Proud Boys-samtakanna voru sakfelldir í maí vegna innrásarinnar. Í síðustu viku var Ethan Nordean dæmdur í 18 ára fangelsi. Stewart Rhodes, einnig liðsmaður Proud Boys, var sömuleiðis dæmdur í 18 ára fangelsi fyrr á þessu ári.

mbl.is