Draumakaffihús sem þú verður að heimsækja á Balí

Matur á ferðalögum | 6. september 2023

Draumakaffihús sem þú verður að heimsækja á Balí

Balí í Indónesíu er sannkölluð paradís fyrir fagurkera og matgæðinga, en þar er að finna fjölmarga staði sem bjóða upp á gómsætan mat sem gleður bæði augað og bragðlaukana. Cafe Organic er einn af þeim stöðum.

Draumakaffihús sem þú verður að heimsækja á Balí

Matur á ferðalögum | 6. september 2023

Samsett mynd

Balí í Indónesíu er sannkölluð paradís fyrir fagurkera og matgæðinga, en þar er að finna fjölmarga staði sem bjóða upp á gómsætan mat sem gleður bæði augað og bragðlaukana. Cafe Organic er einn af þeim stöðum.

Balí í Indónesíu er sannkölluð paradís fyrir fagurkera og matgæðinga, en þar er að finna fjölmarga staði sem bjóða upp á gómsætan mat sem gleður bæði augað og bragðlaukana. Cafe Organic er einn af þeim stöðum.

Á kaffihúsinu er áhersla lögð á hollt og gómsætt grænkerafæði sem kitlar bragðlaukana, en það er svo hönnun og fagurfræði kaffihússins sem setur punktinn yfir i-ið. Náttúruleg litapalletta og áferð er í forgrunni á staðnum og skapa notalegt andrúmsloft.

Staðurinn hefur verið að slá í gegn á samfélagsmiðlum að undanförnu, en það er vinsælt meðal ferðalanga að taka myndir á staðnum og hefur hann notið mikilla vinsælda. Á matseðlinum eru fjölbreyttir réttir og drykkir, allt frá djúsí hafragraut og eggjahræru yfir í salatskálar og litríka þeytinga.

Fagurkerar munu njóta sín í botn á staðnum þar sem rík áhersla er lögð á fallega framsetningu á matnum, en þar eru litríkir suðrænir ávextir, hnetur og fræ notuð til skreytingar og falleg áhöld og diskar notaðir.

mbl.is