Hafnfirðingar skora á yfirvöld að halda áætlun

Hafnfirðingar skora á yfirvöld að halda áætlun

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vekur athygli á að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins geri ráð fyrir að framkvæmdum á Reykjanesbraut frá Hlíðartorgi við N1 að Kaplakrika á nýjum Álftanesvegi frá Reykjanesbraut í Engidal verði lokið árið 2028.

Hafnfirðingar skora á yfirvöld að halda áætlun

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 7. september 2023

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs …
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, segir að bókunin sé gerð á grundvelli þess að engar áætlanir hafi verið gerðar um lausnir. Samsett mynd

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vekur athygli á að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins geri ráð fyrir að framkvæmdum á Reykjanesbraut frá Hlíðartorgi við N1 að Kaplakrika á nýjum Álftanesvegi frá Reykjanesbraut í Engidal verði lokið árið 2028.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vekur athygli á að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins geri ráð fyrir að framkvæmdum á Reykjanesbraut frá Hlíðartorgi við N1 að Kaplakrika á nýjum Álftanesvegi frá Reykjanesbraut í Engidal verði lokið árið 2028.

Þetta gerði ráðið í bókun á fundi sínum í gær.

50 þúsund bílar

Ráðið kallar í bókun sinni eftir hönnun og framkvæmdaáætlun á umræddum vegarkafla og skorar á samgönguyfirvöld að sjá til þess að framkvæmdin verði samkvæmt Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

„Um Reykjanesbraut frá Hlíðartorgi að Kaplakrika aka um 50 þúsund bílar daglega og miklar umferðartafir myndast auk þess sem íbúar eiga í erfiðleikum með að komast á milli hverfa,“ eins og segir í bókuninni.

Svolítið óþreyjufull

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, segir að bókunin sé gerð á grundvelli þess að engar áætlanir hafi verið gerðar um lausnir á þessum tveimur vegarköflum en samkvæmt verkáætlun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eigi einhver lausn að vera tilbúin árið 2028.

„Það eru fimm ár í það og það er hvorki búið að ákveða hvað á að gera né hvenær framkvæmdir eiga að hefjast eða þeim að ljúka. Við erum svolítið óþreyjufull að bíða eftir einhverjum áætlunum í þessum efnum.“

Mikið hagsmunamál fyrir íbúa

Segir Guðbjörg að það sé mjög erfitt að komast inn og út úr bæði Setbergi og Lækjargötu til og frá hringtorginu við N1. Þannig beinist umferðin líka mikið inn í hverfin.

„Þetta er mikið hagsmunamál fyrir íbúa í Hafnarfirði. Við höfum lagt til að skoðuð verði ljósastýring til bráðabirgða á hringtorgið en svo þarf auðvitað að fá heildarsýn á það hvað verður gert til framtíðar og áætlanir þar um.“

Endurskoðun samkomulagsins stendur nú yfir og ljóst er að tímaáætlun mun færast aftar, auk þess sem uppfæra á kostnaðaráætlun. Sagði fjármálaráðherra meðal annars í morgun að kostnaðaráætlun sáttmálans væri nú komin upp í 300 milljarða. Fyrr í vikunni kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra að ljúka eigi endurskoðuninni nú í september eða október.

mbl.is