Hollywood-feðginin Ethan og Maya Hawke eru í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Variety. Tvíeykið segir meðal annars frá upplifun þeirra við gerð kvikmyndarinnar Wildcat, en Ethan sem er leikstjóri og annar handritshöfundur, leikstýrði dóttur sinni, sem fer með aðalhlutverkið, í gegnum djarfar kynlífssenur. Maya túlkar rithöfundinn Flannery O'Connor og nokkrar persónur úr bókum hennar í Wildcat.
Hollywood-feðginin Ethan og Maya Hawke eru í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Variety. Tvíeykið segir meðal annars frá upplifun þeirra við gerð kvikmyndarinnar Wildcat, en Ethan sem er leikstjóri og annar handritshöfundur, leikstýrði dóttur sinni, sem fer með aðalhlutverkið, í gegnum djarfar kynlífssenur. Maya túlkar rithöfundinn Flannery O'Connor og nokkrar persónur úr bókum hennar í Wildcat.
Hollywood-feðginin Ethan og Maya Hawke eru í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Variety. Tvíeykið segir meðal annars frá upplifun þeirra við gerð kvikmyndarinnar Wildcat, en Ethan sem er leikstjóri og annar handritshöfundur, leikstýrði dóttur sinni, sem fer með aðalhlutverkið, í gegnum djarfar kynlífssenur. Maya túlkar rithöfundinn Flannery O'Connor og nokkrar persónur úr bókum hennar í Wildcat.
Í viðtalinu segir hinn 52 ára gamli Ethan, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð Training Day, Dead Poets Society og Reality Bites, að það hafi verið lítið mál að leikstýra dóttur sinni, 25 ára, í kynlífssenum enda hafi hann verið að leikstýra leikara í senu á kvikmyndasetti.
Segir hann feðginin hafa einblínt á vellíðan ungra mótleikara Mayu í senunum enda án efa einkennilegri upplifun fyrir þá, það er að líkja eftir kynlífi fyrir framan föður leikkonunnar og fylgja ráðleggingum leikstjórans í gegnum senuna.
Ethan eignaðist Mayu með fyrrverandi eiginkonu sinni, Umu Thurman, og eiga þau einnig 21 árs gamlan son að nafni Levon. Fyrrverandi hjónin slitu samvistum árið 2005.
Maya hefur fetað í fótspor foreldra sinna í Hollywood og gert það mjög gott að undanförnu. Hún vakti mikla athygli fyrir hlutverk sitt í Stranger Things og fer einnig með hlutverk í stórmyndinni Maestro ásamt þeim Bradley Cooper og Carey Mulligan.