Davíð Örn Hákonarson sjónvarpskokkur sviptir hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni þar sem hollur og næringarríkur matur er í forgrunni. Davíð fer létt með að vera með margar bolta á lofti í einu og er meðal annars einn af eigendum veitingastaðarins Skreið, yfirmatreiðslumaður hjá Sjóvá, yfirmatreiðslumaður vöruþróunar hjá Vaxa og auk þess sem að vera sjónvarpskokkur.
Davíð Örn Hákonarson sjónvarpskokkur sviptir hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni þar sem hollur og næringarríkur matur er í forgrunni. Davíð fer létt með að vera með margar bolta á lofti í einu og er meðal annars einn af eigendum veitingastaðarins Skreið, yfirmatreiðslumaður hjá Sjóvá, yfirmatreiðslumaður vöruþróunar hjá Vaxa og auk þess sem að vera sjónvarpskokkur.
Davíð Örn Hákonarson sjónvarpskokkur sviptir hulunni af matarvenjum sínum að þessu sinni þar sem hollur og næringarríkur matur er í forgrunni. Davíð fer létt með að vera með margar bolta á lofti í einu og er meðal annars einn af eigendum veitingastaðarins Skreið, yfirmatreiðslumaður hjá Sjóvá, yfirmatreiðslumaður vöruþróunar hjá Vaxa og auk þess sem að vera sjónvarpskokkur.
Það er aldrei lognmolla hjá Davíð og á veitingastaðnum Skreið fær sköpunargleðin í matargerðinni að njóta sín. Ávallt nýjungar og skemmtilegheit á ferðinni. „Á Skreið vorum við að byrja skemmtilegt konsept sem kallast apperetivo. Það er okkar útgáfa af „Happy Hour“ eða Hamingjustund þar sem með hverjum drykk fylgir Pintxos. Apperetivo á Skreið byrjar klukkan 15:00 og stendur til klukkan 17:30,“ segir Davíð sem nýtur þess að dekra við gesti sína og bjóða upp á öðruvísi upplifun.
Davíð heldur sig nokkuð vel við fastar matarvenjur og eins og hægt er miðað við störf og leik. Hér gefur hann lesendum innsýn í sínar matarvenjur, hefðir og uppáhaldskræsingar.
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Það er ótrúlega misjafnt. Oftast samanstendur morgunmaturinn minn af kaffi, Hleðslu með karamellubragði, banana og þurrkuðu mangó frá H-berg. Suma daga gleymist það ef að athyglisbresturinn er upp á sitt besta. Þegar ég hef góðan tíma og ætla að gera vel við mig þá hendi ég í hrærð egg með rækjum, sweet chili, lárperu, salati, og kóríander frá Vaxa.“
Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Ég reyni að borða reglulega og hollt yfir daginn, þá aðallega egg, ávexti, grænmeti og kjúkling. Annars er ég með æði fyrir prótein-wafer frá Nano með saltkaramellubragði þessa dagana og hendi því í mig þegar ég er á ferðinni.“
Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
„Ég þarf oft að vera á ferðinni í allskonar útréttingum og á því til að missa úr hádegismatinn, hann er því ekki beint ómissandi fyrir mér. Ég er þó meðvitaður um mikilvægi þess að ná inn góðum hádegismat og reyni því alltaf að koma honum að, þá sérstaklega þegar ég tek æfingu seinni partinn því annars get ég ekki neitt! Einnig get ég átt það til að verða hungraður um eftirmiðdaginn. Tek oftast eftir því þegar mér finnst fólk vera farið að ganga of hægt,“ segir Davíð og hlær.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
„Coke Zero, Klaka með límónu, sweet chili, hvítlauk, sætt sinnep, Vaxa salat og kóríander, egg og ost.“
Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?
„Ég elska grillað grænmeti þá sérstaklega grillað toppkál og grænkál. Úrbeinuð kjúklingalæri og flatfiskur á beini eru líka nammi á grillinu. Þetta verður líka allt saman að vera kolagrillað, það er ekkert sem jafnast á við það.“
Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Ég elska að fara á Ráðagerði úti á Seltjarnarnesi ,svo fór ég á OTO um daginn og það var alveg til fyrirmyndar. Ég er líka veikur fyrir ítölskum mat og þá er La Primavera í Marshallhúsinu uppáhalds.“
Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?
„Mig langar rosalega að borða á Saint Peter í Sydney, Central í Lima, Pujol í Mexíkó, Septime í París og Mugaritz í San Sebastian. Vonandi næ ég Mugaritz næst þegar ég er á baskaslóðum.“
Hvaða matarupplifun stendur upp úr í lífi þínu?
„Það var á Asador Etxebarri fyrir 12 árum síðan. Það var fyrsti þriggja stjörnu Michelin-staðurinn sem ég fór á, það var áhugaverð og skemmtileg upplifun. Þegar ég kom á staðinn þurfti ég að ganga í gegnum tapasbar á hæðinni fyrir neðan, þar tók mjög ölvaður maður á móti mér. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað grín. Ég hélt áfram upp á veitingastaðinn fyrir ofan þennan tapasbar og á móti mér tók ótrúlegt rými, hátt til lofts og stór falleg hringborð. Ég fékk þó borð úti á veröndinni, í dásamlegu veðri með útsýni yfir á fjöllin í dalnum. Maturinn var algjörlega „mind blowing“ en einfaldur, eftirrétturinn var til dæmis klassísk eplapie með créme fraiche ís.“
Hvað er það versta sem þú hefur bragðað?
„Ætli það sé ekki ávöxturinn Durian. Það er ávöxtur sem á uppruna sinn frá Asíu. Bragðið í sjálfu sér er ekki það versta heldur er það lyktin sem, fyrir mig, hefur mikil áhrif á bragðið. Þetta lyktar eins og ef rotþró og ruslahaugur hefðu átt barn og það barn hafi svo átt barn með sturtuniðurfalli sem ekki hefur verið þrifið í 8 ár. Svo Surstömming, það er viðbjóður en hún venst svo sem.“
Uppáhaldskokkurinn þinn?
„Pabbi er uppáhaldskokkurinn minn og mamma besti bakarinn. Ég fæ að koma í mat reglulega, henda mér í sófann og gera ekkert þangað til maturinn er klár. Heimsins besta þjónusta og matur á sama stað.“
Uppáhaldsdrykkurinn þinn?
„Íslenskt vatn. Ég lærði að kunna að meta vatnið hérna eftir 10 ár erlendis. Ég bara gat ekki kranavatnið í Frakklandi og Danmörku. Svo elska ég blátt Sparkling Tea og Rosé frá Odd Bird, þau fást hjá Tefélaginu og á mörgum veitingahúsum bæjarins.“
Ertu góður kokkur?
„Ég ætla rétt að vona það eftir 18 ár við eldavélina, annars þarf ég að að fara að finna mér aðra hillu í lífinu.“