Í sveitasælunni rétt fyrir utan Perthshire í Skotlandi er að finna tignarlegt hús sem hefur verið innréttað á einkar sjarmerandi máta. Villan Dun Aluinn opnaði dyr sínar í október 2018 og býður upp á sannkallaða lúxusupplifun fyrir gesti sína.
Í sveitasælunni rétt fyrir utan Perthshire í Skotlandi er að finna tignarlegt hús sem hefur verið innréttað á einkar sjarmerandi máta. Villan Dun Aluinn opnaði dyr sínar í október 2018 og býður upp á sannkallaða lúxusupplifun fyrir gesti sína.
Í sveitasælunni rétt fyrir utan Perthshire í Skotlandi er að finna tignarlegt hús sem hefur verið innréttað á einkar sjarmerandi máta. Villan Dun Aluinn opnaði dyr sínar í október 2018 og býður upp á sannkallaða lúxusupplifun fyrir gesti sína.
Að innan er minimalísk og skandinavísk stemning í bland við dekkri liti og hönnun í anda Viktoríutímabilsins sem mynda skemmtilegar andstæður í rýmunum. Fallegar hönnunarperlur leynast víðsvegar um húsið, en þar má meðal annars nefna appelsínugula Patricia Urquiola sófann og flottan ítalskan Art Deco-skáp.
Alls eru níu svefnherbergi í húsinu og eru þau öll með sérbaðherbergi, en húsið rúmar allt að 18 gesti hverju sinni. Þá er frábær aðstaða fyrir veisluhöld í húsinu, en í borðstofunni er til að mynda 5,5 metra langborð sem rúmar 20 manns.
Villan stendur á 5,5 hektara jörð með einstöku útsýni yfir hálendið í kring. Staðurinn er sannkölluð útivistarparadís og nóg af skemmtilegri afþreyingu í boði, til dæmis gönguferðir, veiði, vínsmökkun og flúðasigling.