Flokkur fólksins segir orðræðu Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra við kynningu fjárlaga í dag vera blauta tusku í andlit þjóðarinnar.
Flokkur fólksins segir orðræðu Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra við kynningu fjárlaga í dag vera blauta tusku í andlit þjóðarinnar.
Flokkur fólksins segir orðræðu Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra við kynningu fjárlaga í dag vera blauta tusku í andlit þjóðarinnar.
Þá sé jákvæð framsetning fjárlaganna sem leggi áherslu á vaxandi tekjur ríkissjóðs og kröftugan kaupmátt þjóðarinnar villandi þar sem fjárhagsstaða fólksins í landinu fari versnandi.
Í tilkynningu sem Flokkur fólksins sendi frá sér í dag fer flokkurinn hörðum orðum um hvernig komið sé til móts við öryrkja og eldri borgara í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag, þá sérstaklega þegar komi að lífeyri almannatrygginga.
„Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að ríkisstjórnin ætlar enn eina ferðina að misnota 62. gr. almannatrygginga sem segir að fjárhæðir laganna skuli hækka til samræmis við launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag,“ segir í tilkynningu flokksins.
„Lífeyrir almannatrygginga hækkar aðeins um 4,9%, þrátt fyrir að meðaltal verðbólgu fyrstu 8 mánuði ársins hafi mælst 9,2%: Þetta eykur kjaragliðnun enn frekar hjá þjóðfélagshópi sem lifir langt undir lágmarksviðmiðum. Samt segir fjármálaráðherra „kjör lífeyrisþega eru áfram varin“.“
Flokkur fólksins er einnig gagnrýninn á Seðlabankann og orðræðu Bjarna Benediktssonar í tengslum við aukna greiðslubyrði þeirra sem þurfi að greiða af húsnæðisskuldum.
„Orðræða fjármálaráðherra er blaut tuska í andlit þjóðarinnar sem reynir að halda sjó eftir að greiðslubyrði þeirra hefur margfaldast. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum með að ná endum saman en ríkisstjórnin stendur aðgerðalaus hjá á meðan Seðlabankinn keyrir áfram öfgafull markmið um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir,“ segir í tilkynningu flokksins.
„Markmið sem koma harðast niður á þeim sem eiga minnst og skulda mest.“