Yfirgengilegur kostnaður við skuldir ríkissjóðs, endurtekið efni frá því í fyrra, forystuleysi, útgjaldaaukning en á sama tíma aðhald, er meðal þess sem vakti athygli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, þegar hún renndi yfir frumvarp til fjárlaga sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í morgun.
Yfirgengilegur kostnaður við skuldir ríkissjóðs, endurtekið efni frá því í fyrra, forystuleysi, útgjaldaaukning en á sama tíma aðhald, er meðal þess sem vakti athygli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, þegar hún renndi yfir frumvarp til fjárlaga sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í morgun.
Yfirgengilegur kostnaður við skuldir ríkissjóðs, endurtekið efni frá því í fyrra, forystuleysi, útgjaldaaukning en á sama tíma aðhald, er meðal þess sem vakti athygli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, þegar hún renndi yfir frumvarp til fjárlaga sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í morgun.
„Mér finnst þetta vera endurtekið efni frá því í fyrra. Við erum að upplifa sömu loforð og voru gefin í fyrra en ríkisstjórnin hafði ekki kjark og getu til þess að klára. Af því að aðhald um ríkisfjármál kalla á það, að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Þorgerður.
Þorgerður segir ríkisstjórnina skorta kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanir sem sýni „svart á hvítu“ að fjárlagafrumvarpið hjálpi seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna.
„Kannski litast þetta af viðhorfi fjármálaráðherra, sem hefur sagt að það sé ekki hlutverk ríkisfjármálanna að spyrna við verðbólgu. Heldur einungis seðlabankastjóra,“ segir Þorgerður og bætir við að þessi hugsunarháttur endurspegli að einhverju leiti fjárlagafrumvarpið og viðhorfið innan ríkisstjórnarinnar.
Þorgerður segir þetta endurtekna efni ríkisstjórnarinnar undirstrika forystuleysi og fyrir vikið að ríkisstjórnin geti ekki komið sér sama.
„Til hvers leiðir þetta? Jú bara gamalkunnugt. Það verður halli á ríkissjóð og þetta verður verkefni næstu ríkisstjórnar,“ segir Þorgerður sem hefur áhyggjur af því að verkefnalisti næstu ríkisstjórnar sé einungis að lengjast vegna ákvörðunarfælni núverandi ríkisstjórnar.
Heldur þú að ákvörðunar fælnin felist í því að halda ríkisstjórninni saman?
„Já ég held að allir sjái það nú eftir sumarið, svo allrar sanngirni sé gætt, að ástandið á stjórnarheimilinu er þannig að það er ekki hægt að tala um samhenta ríkisstjórn þegar kemur að ríkisfjármálum og öðrum málum,“ segir hún og bætir við:
„Ríkisstjórnarsamstarfið einkennist af því að jaðrarnir í íslenskum stjórnmálum eru að reyna að koma sér saman um ríkisfjármálin, þar af leiðandi sjáum við bæði útgjaldaaukningu og aðhald.“
Þá þykir Þorgerði þversögn að boða fækkun opinberra starfsmanna.
„Þetta er ríkisstjórn sem byrjaði á því að fjölga ríkisstarfsmönnum, byrjaði á því að fjölga ráðuneytum. Gaf þann tón strax í byrjun, þannig að hún ætti að líta sér nær.“
Alþingi var sett í dag og segir Þorgerður Viðreisn ekki vera að fara inn í þingárið sem „stjórn og stjórnarandstaða. Til þess eru hagsmunirnir of miklir,“ segir hún og bætir við að það muni ekki standa á Viðreisn að koma frá þinginu aðhaldssömum fjárlögum sem styðja við áform Seðlabankans.
„Við munum taka vel í allar góðar hugmyndir sem styðja stöðugleika, fyrirsjáanleika og það að halda betur utan um heimilin í landinu.“