Framlög til sveitarfélaga hækka um 2 milljarða

Fjárlög 2024 | 12. september 2023

Framlög til sveitarfélaga hækka um 2 milljarða

Framlög til sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í morgun eru áætluð tæpir 32 milljarðar króna og hækka um rúma 2 milljarða frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema rúmum 1.400 milljónum.

Framlög til sveitarfélaga hækka um 2 milljarða

Fjárlög 2024 | 12. september 2023

Framlög til sveitarfélaga hækka um rúma 2 milljarða frá gildandi …
Framlög til sveitarfélaga hækka um rúma 2 milljarða frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema rúmum 1.400 milljónum. mbl.is/Sigurður Bogi

Framlög til sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í morgun eru áætluð tæpir 32 milljarðar króna og hækka um rúma 2 milljarða frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema rúmum 1.400 milljónum.

Framlög til sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í morgun eru áætluð tæpir 32 milljarðar króna og hækka um rúma 2 milljarða frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema rúmum 1.400 milljónum.

Fjárheimild til lögbundins framlags í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samræmi við tekjuspá er aukin um tæpa 3 milljarða en fjárheimild lækkar um 750 milljónir króna á móti þar sem fjármagn færist til dómsmálaráðuneytis vegna breytinga á Innheimtustofnun sveitarfélaga. Verkefni stofnunarinnar færast til ríkisins og hún verður lögð niður. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 22,5 milljónum króna.

Mynd/Stjórnarráðið

Fjárheimild til byggðamála lækkar um kvartmilljarð

Þá lækkar heildarfjárheimild til byggðamála frá gildandi fjárlögum fyrir árið 2024 um tæpar 246 milljónir króna og er áætluð rúmar 1.830 milljónir að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema tæpum 10 milljónum króna.

Fjárheimild málaflokksins lækkar alls um 215 milljónir vegna tímabundinna framlaga sem falla niður. Þar er um að ræða framlag vegna sóknaráætlana landshluta að fjárhæð 120 milljónum, framlag vegna atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni að fjárhæð 40 milljónum og framlag vegna uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði að fjárhæð 55 milljónum. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur tæpum 44 milljónbum króna.

mbl.is