Lárus Welding kominn á nýjan útrásarjeppa

Frægir á ferð | 12. september 2023

Lárus Welding kominn á nýjan útrásarjeppa

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi rekstrarstjóri (COO) hjá fjárfestingafélaginu Stoðum, er kominn á splunkunýjan Range Rover Sport. Um er að ræða 2023 árgerð af lúxusbílnum. 

Lárus Welding kominn á nýjan útrásarjeppa

Frægir á ferð | 12. september 2023

Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis er kominn á mjög útrásarvíkingalegt …
Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis er kominn á mjög útrásarvíkingalegt ökutæki eða splunkunýjan Range Rover Sport frá Land Rover. Samsett mynd

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi rekstrarstjóri (COO) hjá fjárfestingafélaginu Stoðum, er kominn á splunkunýjan Range Rover Sport. Um er að ræða 2023 árgerð af lúxusbílnum. 

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi rekstrarstjóri (COO) hjá fjárfestingafélaginu Stoðum, er kominn á splunkunýjan Range Rover Sport. Um er að ræða 2023 árgerð af lúxusbílnum. 

Bíll Lárusar vekur athygli í umferðinni en hann er háglansandi á þykkum og breiðum dekkjum. Álfelgurnar eru gráar og svartar. Bíllinn er kolsvartur, með svörtum merkingum og svörtum listum í kringum rúður.

Bíllinn kom á göturnar 19. apríl síðastliðinn. Ódýrasta útgáfan af nýja Range Rover Sport frá Land Rover kostar rúmlega 19.000.000 kr. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lárus keyrir um á Range Rover því þegar hann varð forstjóri Glitnis fylgdi slíkur bíll með í ráðningarsamningnum. 

Í Uppgjöri bankamanns, sem kom út síðasta haust, er nákvæm lýsing á því þegar Lárus fékk Glitnis-Range Roverinn afhentan á sínum tíma: 

„Þetta var mjög annasamur dagur og ég kom allt of seint í afmæli dóttur minnar. Ég hafði þá gleymt að ég átti að sækja matinn fyrir börnin þannig að ég olli líka vonbrigðum heima fyrir. Ég gat því lítið notið samverunnar í afmælinu því að ég var með hugann við skuldabréfaútboðið. Ég spurði sjálfan mig hvort ég ylli þessu forstjórastarfi. Þá var dyrabjöllunni hringt og fyrir utan stóð glaðhlakkalegur starfsmaður B&L sem afhenti mér með hamingjuóskum lykla að glænýjum bíl. Í ráðningarsamningnum var ákvæði um að bankinn skyldi sjá mér fyrir bíl og í takt við tíðarandann var ákveðið að það væri Range Rover af fínustu gerð. Þannig var einn slíkur pantaður en afhendingin gat ekki komið á verri tíma. Mig langaði mest að biðja manninn um að koma síðar. Mér fannst ég ekki eiga skilinn svona glæsivagn og þessi uppákoma kórónaði daginn,“ skrifar Lárus í bók sinni. 

Nú er hann hinsvegar kominn á svipað ökutæki - en þó undir öðrum formerkjum því hann er sjálfur skráður eigandi bílsins ekki fyrirtækið sem hann starfar hjá. 

Bíllinn er snaggaralega hannaður og flottum afturhluta. Þetta er þó …
Bíllinn er snaggaralega hannaður og flottum afturhluta. Þetta er þó ekki bíll Lárusar heldur mynd af samskonar bíl þegar hann var kynntur til leiks í fyrra.
mbl.is