Heimild er nú komin fyrir því að færa eignarhald á Norræna húsinu við Sæmundargötu yfir til ríkisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sem fjármálaráðherra kynnti í dag.
Heimild er nú komin fyrir því að færa eignarhald á Norræna húsinu við Sæmundargötu yfir til ríkisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sem fjármálaráðherra kynnti í dag.
Heimild er nú komin fyrir því að færa eignarhald á Norræna húsinu við Sæmundargötu yfir til ríkisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sem fjármálaráðherra kynnti í dag.
Í fjárlagafrumvarpinu má finna heimildir til að kaupa og leigja fasteignir á vegum ríkisins. Flestar eru heimildirnar óbreyttar frá fyrra ári en bæst hefur við fyrrnefnd heimild.
Í greinargerð með frumvarpinu er miðað við að eigninni verði komið fyrir í umsýslu hjá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum sem muni tryggja að viðhaldi verði sinnt og áframhaldandi starfsemi geti verið í eigninni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar á grundvelli eðlilegra leigugreiðslna.
Áætlað heildarumfang vegna kaupa á fasteignum á næsta ári gæti verið um 250 milljónir króna. Þá er áætlað að heildarumfang vegna leigu á fasteignum undir starfsemi ríkisins gæti verið um 16 milljarðar króna sem miðast við núvirta samningsskuldbindingu til 25 ára.
Af áætlaðri heildarskuldbindingu vegna leigu er miðað við að allt að átta milljarðar króna gætu raungerst á árinu 2024.