Tæplega einn af hverjum þremur kvenkyns skurðlæknum í Bretlandi hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu samstarfsfélaga á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag.
Tæplega einn af hverjum þremur kvenkyns skurðlæknum í Bretlandi hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu samstarfsfélaga á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag.
Tæplega einn af hverjum þremur kvenkyns skurðlæknum í Bretlandi hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu samstarfsfélaga á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag.
Rannsóknin var birt í tímaritinu British Journal of Surgery. Þar segir að niðurstöðurnar bendi til þess að kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi sé algengt á breskum skurðstofum. Þá séu einnig dæmi um nauðganir.
Í rannsókninni var farið yfir 1.400 nafnlaus svör sem var safnað saman í gegnum vefkönnun sem var lögð fyrir starfsfólk sem starfar á breskum skurðstofum. Þar kemur fram að 29,9% kvenna hafi greint frá kynferðisofbeldi samstarfsfélaga á síðastliðnum fimm árum samanborið við 6,9% karla.
Þá segir að 63,3% kvenna sem tóku þátt í könnuninni hafi greint frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu samtarfsfélaga borið saman við 23,7% karla.
„Þessar niðurstöður sýna fram á að veruleiki kvenna og karla sem starfa sem skurðlæknar er harla ólíkur. Fyrir konur þá þýðir þetta oftar en ekki að þegar þær eru í kringum samstarfsfélaga að þær geta orðið vitni að eða orðið fyrir barðinu á kynferðisofbeldi.“
Þá kemur fram að tæplega 90% kvenna og 81% karla hafi greint frá því að þau hafi orðið vitni að kynferðislegri áreitni meðal samstarfsfólks á undanförnum fimm árum.
Sem fyrr segir þá hefur verið tilkynnt um nauðganir á vinnustað, en einnig eru dæmi um nauðganir á öðrum stöðum sem tengjast vinnunni, m.a. í kennslurýmum, á ráðstefnum og í tengslum við viðburði sem eiga sér stað eftir vinnu með samstarfsfólki.
Þá er tekið fram að kynferðisofbeldi eigi sér reglulega stað og lítið virðist að gert til að sporna við því. Vandamálið sé kerfisbundið, tengist ólíkri stöðu kynjanna og valdaójafnvægi.
Tamzin Cuming, sem er formaður samtakanna Women in Surgery Forum við háskólann Royal College of Surgeons of England, segir að þetta sé MeToo-stund fyrir skurðlækna.
„Nú hefst vinnan við að koma á raunverulegum breytingum í tengslum við vinnustaðamenninguna í kringum heilbrigðisstarfsemi.“
Rannsóknin var unnin á vegum The Working Party on Sexual Misconduct in Surgery (WPSMS), sem er hópur skurðlækna, vísindamanna og annarra klínískra starfsmanna við skurðlækningar, sem vinna að því að stuðla að vitundarvakningu um kynferðisofbeldi sem á sér stað meðal skurðlækna. Markmiðið samtakanna er að stuðla að breytingum, m.a. menningarlegum og kerfislægum, til að draga úr slíku ofbeldi.