Fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði

Fjárlög 2024 | 13. september 2023

Fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði

Í greinargerð um ýmsar heimildir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heimildar verði aflað til að ganga frá samningi við Vesturbyggð um að fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði á Bíldudal í stað þess að Ofanflóðasjóður ráðist í kostnaðarsamar framkvæmdir við að verja húsnæðið.

Fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði

Fjárlög 2024 | 13. september 2023

Bíldudalur.
Bíldudalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Í greinargerð um ýmsar heimildir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heimildar verði aflað til að ganga frá samningi við Vesturbyggð um að fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði á Bíldudal í stað þess að Ofanflóðasjóður ráðist í kostnaðarsamar framkvæmdir við að verja húsnæðið.

Í greinargerð um ýmsar heimildir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heimildar verði aflað til að ganga frá samningi við Vesturbyggð um að fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði á Bíldudal í stað þess að Ofanflóðasjóður ráðist í kostnaðarsamar framkvæmdir við að verja húsnæðið.

Lög nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum heimila ekki greiðslur úr Ofanflóðasjóði til sveitarfélaga til að mæta kostnaði þeirra við að flytja starfsemi af hættusvæði og þá eftir atvikum til að kaupa eða byggja annars staðar en á hættusvæði eða ráðast í breytingar á húsnæði utan hættusvæða í stað þess að reisa varnargarð.

Af þeim sökum er þörf á að afla sérstakrar heimildar til samnings­gerðarinnar við sveitarfélagið. Talið er að það muni leiða til hagkvæmari niðurstöðu bæði fyrir ríkið og sveitarfélagið að ná samkomulagi um að starfseminni verði fundinn nýr staður utan hættusvæðis.

mbl.is