María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að skýrleika vanti í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári.
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að skýrleika vanti í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári.
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að skýrleika vanti í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári.
Hún segir innflytjendur ökutækja þegar byrjaða að panta bíla til afhendingar í febrúar og mars. Óviðunandi sé að vita ekki hvernig verðleggja megi vöruna.
Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.
Í fyrri áfanga verður um að ræða kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubifreiða á vegakerfinu og í þeim síðari vegna bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fyrra skrefinu er ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær að dregið yrði úr ívilnunum fyrir rafmagnsbílaegendur og kaupendur í frumvarpinu. Sagði hann augljóst að finna þyrfti nýtt jafnvægi í gjaldtöku af ökutækjum og umferð.
Meðal ívilnana sem rafmagnsbifreiðar hafa notið er mun lægra bifreiðagjald en hjá þeim bílum sem nota jarðefnaeldsneyti. Einnig hafa verið miklar virðisaukaskattsívilnanir fyrir hreinorkubíla, sem falla niður í lok þessa árs.
„Svo bætist við að rafbílarnr hafa með engu móti tekið þátt í því að greiða fyrir notkun á vegakerfinu,“ sagði Bjarni.
Einnig sagði hann að áfram yrði eftir sem áður stuðningur til að kaupa sér sérstaklega hagkvæmari græna bíla og ódýrara verður áfram að eiga og reka rafmagnsbíl.
„Bílgreinasambandið tekur undir að allir þurfi að greiða fyrir vegakerfið, en þetta stefnuleysi og skortur á framtíðarsýn sem er ríkjandi er hvorki gott fyrir bílaumboð, sem vita ekki söluverð á hreinorkubíl eftir áramót, né neytendur sem eru að fara að kaupa vöruna og þurfa að geta borið saman rekstrarkostnað hreinorkubíls og jarðefnaeldsneytisbíls,” segir María.
Hún segir virðisaukaskattsívilnanir á hreinorkubíla nema í dag rúmlega 1,3 m.kr. „Svo hafa verið óljós skilaboð um einhverja umbun varðandi kaup á hreinorkubíl, en ekki er skýrt hver hún á að verða eða hvort hún verður í boði,“ segir María að lokum.
ViðskiptaMogginn fylgir Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.