Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær fjárlagafrumvarp næsta árs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 46 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær fjárlagafrumvarp næsta árs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 46 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í gær fjárlagafrumvarp næsta árs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 46 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári, sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að mat tekna af eignarsköttum hækki um 3,5 ma.kr. og er það að nær öllu leyti vegna mikils vaxtar tekna af erfðafjárskatti á yfirstandandi ári sem hefur grunnáhrif á áætlun ársins 2024.
Tekjur af erfðafjárskatti hafa vaxið stöðugt undanfarin ár og er þetta ekki í fyrsta sinn sem tekjur af honum eru endurmetnar til hækkunar milli áætlana.
Auk þess kemur gistináttaskattur til framkvæmda á ný um áramót en hann var felldur niður tímabundið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Áætlað er að hann skili að óbreyttu 1,5 mö.kr. á komandi ári.
Enn fremur eru áform um að breyta gildissviði skattsins og leggja á gjöld í tengslum við komur skemmtiferðaskipa. Vinna stendur nú yfir með hagaðilum þar sem mat verður lagt á ólíkar leiðir um breytt gjalda- og skattaumhverfi fyrir greinina. Tekjuáhrif þeirra breytinga eru áætluð 2,7 ma.kr.
Þá hafa útgjöld til málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks sömuleiðis aukist umtalsvert samhliða fjölgun sem átt hefur sér stað í þeim hópi að undanförnu.
Gert er ráð fyrir að heildarframlög þvert á málefni útlendinga, umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks verði ríflega 15 ma.kr.
Hækkunin nemur 7 mö.kr. á raunvirði á milli ára en m.a. er um að ræða framlög vegna fæðis- og húsnæðiskostnaðar, endurgreiðslur til sveitarfélaga og samninga um samræmda móttöku flóttafólks.
Krónutölugjöld verða almennt ekki látin fylgja verðlagi, ólíkt fyrra ári þar sem þau héldust í hendur við verðlagsforsendur.
Þannig munu þau aðeins uppfærast um 3,5% um áramót en með því eru skattarnir um 3 mö.kr. lægri en ef þeir hefðu fylgt verðlagi. Fyrir vikið rýrna gjöldin að raunvirði milli ára þótt tekjur ríkissjóðs aukist um 3,4. ma.kr. við breytinguna.
Verðmætagjald sjókvíaeldis verður hækkað úr 3,5% í 5% af markaðsverði afurða.
Loks kveður frumvarpið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða. Þá verður dregið úr ívilnunum fyrir kaupendur og eigendur rafmagnsbíla.
Ítarlega umfjöllun um fjárlagafrumvarpið má lesa í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.